Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1950, Síða 14

Læknablaðið - 15.04.1950, Síða 14
4 LÆKNABLAÐIÐ fyrir vitjun, en ekkert fyrir það, sem hún gerði á viðtalsstofu sinni. Þaö ár höfðu 9 læknar að sögn yfir 8000 kr. skattskyldar tekjur. Árgjöld 20 kr. til fé- lagsins. Upp frá þessu má segja að samlagsmál (fjármál) séu til umræðu að heita má á hverj- um fundi, oft eina umræðuefn- ið, og langoftast það sem flestir taka þátt í umræðum um. Er samt furða, hvað afgangs verður af tíma fyrir fræðileg er- indi, og eru þau, eins og áður, hin fjarskyldustu, enda var nú kominn allálitlegur hópur lækna í bæinn. 1909 voru 9 á fundi, 1914 voru 18, 1940: 67, 1944: 73, 1946: 90, 1949 voru 98 félagsmenn. Þ. 13. nóv. 1940 var rætt um hugsanlega takmörkun á að- gangi að félaginu — þar eð mönnum blöskraði svo mjög aðstreymið. Ekkert hefir þó verið gert 1 þá átt, og eru félag- ar nú 98, og virðast yfirleitt una glaðir við sitt. Ekki dofnaði neitt yfir félags- skapnum á stríðsárunum, nema síöur væri. Var, auk margra ágætra fræðilegra er- inda, mikið rætt um skipulag heilbrigðismála og sjúkratrygg- ingarnar. Þ. 8. marz 1944 er far_ ið að kvarta alvarlega um sjúkrahúsvandrœði í bænum, og byrjað að skora á bæjar- stjórn 1 þeim efnum. En áður hafði oft verið rætt um skipulag spítalanna í bænum. Á árinu 1944 komst skriður á undir- búning til þess að koma á fót lífeyrissjóði fyrir S.R.-lækna, sem nú heitir Tryggingarsjóð- ur lækna (samþ. 14/3. ’45) og er að upphæð nokkur hundruð þús. kr. Um starfsemina síðustu ár- in, nútímann, hirði ég ekki að orðlengja. Hún er öllum við- stöddum í fersku minni. Félag- ið hefir starfað með svipuðum hætti og undanfarið. Fundir hafa venjulega verið haldnir í Háskólanum, en að meðaltali einn fundur árlega í Landspítalanum, Rannsóknar- stofu Háskólans og á Kleppi. Einn þriðji til helmingur fé- lagsmanna sækir yfirleitt fundi. Félagsgjöld eru nú 100 kr. á ári, en voru lengi engin, svo 15 og síðar 20 kr. Almennur áhugi er fyrir fé- laginu. Enginn mun geta hugs- að sér að vera án þess. Menn finna 1 því stoð. Þótt oft greini hundrað manns á um, hverjar leiðir kunni að vera heppileg- astar í þessu máli eða hinu. Sumum finnst of mikið rætt um hagsmunamál, öðrum að félagið hafi ekki nægilegt frumkvæði í ýmsum heilbrigð- ismálum o. s. frv. En félagið er hinn eini vett- vangur, par sem allir lœknar bœjarins geta mœtzt.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.