Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1950, Page 19

Læknablaðið - 15.04.1950, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 9 unarfær, en geta skal þess í fundarboði, að ákvörðun verði tekin um dagskráratriði fund- arins. 9. gr. Aðalfundur skal haldinn í marz ár hvert. Stjórnin getur kvatt saman auka-aðalfund, ef sérstaklega stendur á. Dagskrá aðalfundar er: a. Formaður skýrir frá störf- um félagsins. b. Gjaldkeri leggur fram end- urskoðaða reikninga fé- lagssjóðs og annarra sjóða 1 vörzlu félagsins. Reikn- ingsárið er almanaksárið. c. Lagabreytingar. d. Skrifleg kosning stjórnar og meðstjórnenda samkv. 6. gr. Fyrst skal kjósa for- mann, en þá ritara og loks gjaldkera. Fái enginn meir en helming greiddra atkv., skal kosið aftur um þá tvo, er flest atkvæði hlutu. — Hlutkesti ræður, ef atkv. eru þá jöfn. Meðstjórn- endur eru kosnir í einu lagi og ræður afl atkvæða, en hlutkesti, ef atkvæði eru jöfn. e. Kosnar sjóðstjórnir. f. Kosnir 2 endurskoðendur allra reikninga félagsins og 2 til vara. g. Árgjald ákveðið fyrir eitt ár í senn. h. Kosnir 3 menn í ritstjórn Læknablaðsins og á- kveðið áskriftargjald fyrir utanfélagsmenn. i. Kosin útvarps- og blaöa- nefnd og gerðardómur. j. Önnur mál. 10. gr. Félagið gefur út Lækna- blaðið, og er andvirði þess innifalið í árgjaldi. Stjórnin ræður aðlritstjóra blaðsins og ákveður honum þóknun. Skal stefnt að því að blaðið komi út eigi sjaldnar en einu sinni 1 mánuði. Aðalritstjóri blaðsins er á- byrgðarmaður þess. 11. gr. Stjórn félagsins skal gæta þess, að tekið sé fram í samn- ingum við sjúkrasamlög á fé- lagssvæðinu, að einungis fé- lagsmenn L. R. megi stunda læknisstörf fyrir þau á sam- lagssvæðinu. Félagið skal stefna að því, í samvinnu við L. í., að fá viður- kenning hlutaðeigandi yfir- valda og stofnana á því: a. að ekki séu stofnuð emb- ætti eða stöður á félags- svæði L. R., sem ætlaðar eru læknislærðum mönn- um, án þess að L. R. hafi áður verið tilkynnt um starfssvið og launakjör. b. að öll embætti og stöður, sem ætluð eru læknum, séu auglýst með minnst 4 vikna fyrirvara.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.