Læknablaðið - 15.04.1950, Page 20
10
LÆKNABLAÐIÐ
12. gr.
Stjórn félagsins og meö'-
stjórnendur fara með mál L. R.
milli aðalfunda. Ákvarðanir
um meiri háttar fjármál fé-
lagsins verða einungis teknar
á aðalfundi.
Stjórnin skal hafa vakandi
auga á öllu því, er varðar
lækna og störf þeirra, og gæta
hagsmuna þeirra í hvívetna.
Hún kveður meðstjórnendur til
fundar um öll meiri háttar
mál, eða ef 3 meðstjórnendur
æskja þess.
Fundir stjórnar og með-
stjórnenda eru lögmætir, ef 8
eru mættir á fundi. Afl at-
kvæða ræður úrslitum, en séu
atkvæði jöfn, sker atkvæði
formanns úr.
Stjórn og meðstjórnendur
skulu halda gerðabók.
Stjórn og meðstjórnendur
skipta með sér verkum, setja
sér starfsreglur og taka sæti í
þessum fastanefndum, er hver
um sig sé skipuð þremur mönn-
um:
a. Samninganefnd, er fari
með samninga við sjúkra-
samlög, tryggingarstofn-
anir og aðra aðila.
b. Launanefnd, er fjalli um
launamál lækna við
sjúkrahús og stofnanir.
c. Vottorðanefnd.
Nefndir þessar skulu færa
gerðabók.
Þegar samninganefnd eða
launanefnd fjalla um mál, er
varða sérstakl. ákveðinn flokk
lækna, svo sem handlækna,
lyflækna, augnlækna, háls-,
nef- og eyrnalækna, gigtlækna,
sjúkrahúslækna og lækna fast-
ráðna við ýmsar stofnanir, skal
þess jafnan gætt, að fulltrúi
slíkra lækna starfi með nefnd-
inni.
Stjórnin getur skipað nefnd-
ir og kvatt félaga til nefndar-
starfa eftir því sem þurfa þykir.
Nefndarmenn velja formann
úr sínum hópi.
13. gr.
Vottorðanefnd er fulltrúi L.
R. í öllum málum varöandi
vottorð, gjörir hún samninga
um eða ákveður gerð þeirra og
greiðslur fyrir þau. Við allar
meiri háttar ákvarðanir skal
nefndin leita álits stjórnar og
meðstjórnenda.
Á öllum prentuðum vottorðs-
eyðublöðum, sem L. R. gefur
út, skal tekið fram:
a. Að vottorðseyðublaðið sé
viðurkennt af L. R.
b. Gjald fyrir vottorðið.
c. Hver annist greiðslu vott-
orðsins.
Nefndin semur um að hið
sama sé tekið fram á eyðublöð-
um, sem út eru gefin af öðrum
aðilum
Stjórnin getur, samkvæmt
tillögum vottorðanefndar,
bannað félagsmönnum að nota
önnur vottorðaeyðublöð en hin
viðurkenndu. Nefndin skal