Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1950, Page 21

Læknablaðið - 15.04.1950, Page 21
L Æ K N A B L A Ð I Ð 11 hafa vakandi auga á því, að félagsmenn noti eingöngu við- urkennd eyðublöð, og kæra, ef út af er brugðið, til stjórnar- innar, sem skal áminna við- komandi lækni, eða beita hann sektum, er nemi 100—1000 kr., ef um alvarlegt eða ítrekað brot er að ræða. Sektir renni í fé- lagssjóð. 14. gr. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa þriggja manna útvarps- og blaðanefnd. Nefnd þessi skal fylgjast með útvarpserindum og blaðagreinum félagsmanna, ætluðum almenningi, um læknisfræðileg efni. Félagsmenn eiga kost á að bera undir nefndina slíkt efni, áður en það er flutt eða birt. Telji nefndin að um sé að ræða grófar missagnir eða of- sagnir, skal hún benda við- komandi á það, með ósk um leiðrétting af hans hálfu. Fall- ist höfundur ekki á það eða ná- ist ekki samkomulag, getur nefndin í nafni félagsins birt athugasemdir sínar opinber- lega. Félagsmönnum er óheim- ilt að láta birta eftir sig grein- ar um læknisfræðileg efni, ætl- aðar almenningi, nema undir fullu nafni. Hið sama gildir um þýðingar. Nefndinni er heimilt í nafni L. R. að leita samstarfs við blöð og útvarp, ef þurfa þykir. 15 gr. Félagið getur kosiö heiðurs- félaga: lækna, vísindamenn eða velunnara félagsins, með skrif- legri kosningu á aðalfundi, enda greiði % fundarmanna því atkvæði. 16. gr. Heiðursfélagar og læknar, er hættir eru læknisstörfum fyrir aldurssakir eða sjúkdóms, skulu undanþegnir félagsgjöld- um. Stjórnin getur undanþeg- ið lækna félagsgjöldum til eins árs í senn. 17. gr. Félagsgjöld skulu greidd fyr- ir apríllok ár hvert. Nú greiðir félagi ekki gjöld sín í 6 mánuði, og telst hann þá ekki félagi, unz hann hefir greitt þau að fullu. Stjórnin getur veitt und- anþágu frá þessu ákvæði, ef sérstaklega stendur á. Náms- kandidatar greiða hálft félags- gjald, hið sama gildir um fé- laga fyrstu 2 árin sem þeir starfa. 18. gr. Verði stjórnin þess áskynja, að félagi geri sig líklegan til að brjóta 1 bág við lög félags- ins eða samþykktir eða hegði sér ósæmilega, hvort heldur í læknisstarfi sínu eða í sam- bandi við umsókn um stöðu, skal hún aðvara hann. Nú bregzt félagsmaður þeim

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.