Læknablaðið - 15.04.1950, Qupperneq 26
16
L Æ KNABLAÐIH
áttubönd milli lækna beggja
þjóðanna.
Islenzkir læknar, sem kynnu
að leggja leið sina til Frakk-
lands, ættu að nota sér þetta
vinsamlega tilboð. Þeir geta
skrifað beint til stofnunarinnar.
Adr.:
Organisation Francaise
D’Accueil Du Corps,
Médical Mondial,
60 Boulevard
de La tour-M anbou rg
Paris VII e
d’ek: Invalides 07—55.
Skrifstofan er opin alla virka
daga kl. 9—12 og 14—18. Laug-
arlaga kl. 9—12.
Ennfremur er undirritaður
fús til þess að veita allai þær
leiðbeiningar, sem í hans valdi
standa, sé þess óskað.
Páll Sigurðsson,
p.t. ritari L. í.
LEIÐRÉTTING
í Læknablaðinu 2.—8. tbl. f.
árg., bls. 55, minnist Þórarinn
læknir Sveinsson á krufningar
í sjúkrahúsum og réttlætir lít-
ið tíðkaðar krufningar í St.
Josephsspítala í Reykjavík
með því, að þar sem það sjúkra-
hús sé rekið án aðstoðar hins
opinbera, hvíli engin skylda á
pví að láta gera krufningar.
Af þessu mætti ætla, að lög
mæltu á annan veg fyrir um
krufningar í einkasjúkrahús-
um en í opinberum sjúkrahús-
um. En svo er því ekki farið.
Með lögum nr. 24/1927 var
ráðherra heimilað að ákveða
um rannsókn banameina m. a.
með krufningu ,,í sjúkrahús-
um, sem ríkið rekur“, og á-
kvæði reglugerðar nr. 71/1932
voru í samræmi við þetta. Með
lögum nr. 54/1938 voru orðin
,,sem ríkið rekur“ í hinum
fyrri lögum felld niður, og á-
kvæði núgildandi reglugerðar
nr. 184/1940 um þetta efni
hljóða svo:
„Yfirlæknum á sjúkrahús-
um skal vera heimilt, eftir
því sem þeim þykir ástæða
til, að rannsaka sjálfir eða
láta sérfræðing í meina-
fræði rannsaka með krufn-
ingu og á annan hátt bana-
mein sjúklinga þeirra, ev þar
deyja.“
Eins og sjá má á þessu, gilda
nákvæmlega sömu reglur um
krufningu fyrir öll sjúkrahús,
og um beina lagaskyldu í því
efni er hvergi að ræða. Vera
má, að einkasjúkrahúsin eigi
sér meiri eða minni afsakanir,
er þau spara við sig krufningar
eins og margvíslegan annan
tilkostnað um fram opinberu
sjúkrahúsin og þá fyrst og
fremst ríkissjúkrahúsin. En til
lagafyrirmæla verður ekki vitn-
að því til réttlætingar.
9/4, 1950.
Vilm. Jónsson.
FÉI.AGSPRENTSMIÐJAN H.F.