Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 6
34 LÆKNABLAÐIÐ forms, sem hét „On chloroform and other anesthetics.“ Eftir þessa byrjun breiddust svæfingar óðfluga út, en fram- kvæmd þeirra lenti á þeim, sem hendi voru næstir, oftast algerlega ólæknisfróðum mönnum, eða hjúkrunarkonum þegar bezt gegndi. Þeir fáu læknar, sem fengust við svæf- ingar í hjáverkum, gerðu það vegna þess, að þeir voru ann- aðhvort of fátækir eða of góð- hjartaðir til þess að neita. Það var ekki fyrr en upp úr 1920, að farið var að leggja grund- völl að því að gera svæfingar að sérgrein og þá fyrst og fremst í hinum enskumælandi lieimi. Stærstu stofnanir tóku að koma sér upp sérstökum deild- um til þess að sjá um þessi verk, og voru þær undir stjórn lækna, sem þar með gerðu þessi fræði að sérgrein sinni. í sambandi við deildir þessar var svo kom- ið á fót kennslu í svæfingum og devfingum. Árið 1938 setti bandaríska læknasamhand- ið (A.M.A.) ákveðin skil- yrði fvrir sérfræðingsviður- kenningu og skipaði jafnframt prófnefnd til þess að veita slílca viðurkenningu. Eftir fyrstu tiu árin voru alls 500 viðurkenndir sérfræðingar í þessari grein í Bandaríkjunum, og fer þeim ðrt fjölgandi, þvi að eftirspurn eftir sérfróðum svæfingarlæknum er mjög mikil. Viða er sá háttur hafður á að láta hjúkrunarkonur, sem leggja svæfingar sérstaklega fyrir sig, sjá um sjúklinga 1 svæfingu undir yfirstjórn svæf- ingarlæknis. Með því móti get- ur einn læknir haft eftirlit með nokkrum sjúklingum samtím- is og verið þar, sem lians er mest þörf. Þetta gerir honum ennfremur kleift að annast jafnframt þær deyfingar, sem þörf krefur. Hjúkrunarkonan fylgist nákvæmlega með púlsi, blóðþrýstingi, öndun og litar- liætti sjúklings í svæfingu og tilkynnir svæfingarlækninum, ef nokkur breyting verður á. Hann smeygar (sjá síðar) þá sjúklinga, sem þess þurfa, gæt- ir þess, að vöðvaslekja sé full- nægjandi, annast blóð- og salt- vatnsgjöf eða lyfjastungur eft- ir þörfum og vakir að öðru leyti yfir velferð sjúklingsins. Hann fylgist og með sjúklingn- um bæði fyrir og eftir aðgerð. Sérgrein þessi barst ekki til Norðurlanda fyrr en á allra síð- ustu árum, og eru svæfingar- læknar þar ennþá mjög fáir, en það mun bæta mjög úr, að nú hefir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin telcið sér fyrir hend- ur að mennta svæfingarlækna hánda sem flestum þjóðum, og er hinu fyrsta námskeiði svæf- ingarlækna á vegum stofnun- arinnar nú nýlokið í Kaup- mannahöfn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.