Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 16
44 LÆKNABLAÐIÐ t RICHARD KRISTMUiADSSON Þann 7. sept. þ. á. andaðist Richard Kristmundsson að- stoðarlæknir á Kristneshæli. Hann var fæddur að Vígholts- stöðum í Dölum 22. júlí 1900. Foreldrar hans voru Krist- mundur bóndi Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir. Innan fermingaraldurs fluttist hann til Reykjavikur með móður sinni, sem þá var orðin ekkja. Byrjaði hann skömmu siðar nám í Menntaskólanum og varð stúdent 1921, en tók kandidatspróf í læknadeild háskólans 1927 með góðri I. einkunn. Næstu tvö árin var hann við framhaldsnám á ýms- um spítölum og hælum í Dan- mörku og settist síðan að á Akranesi sem praktiserandi læknir haustið 1929. Að eðlisfari var Richard heit. léttlyndur og kátur, vin- sæll meðal skólabræðra sinna og námsmaður góður. — Létu honum læknisstörfin hið bezta, enda stundaði hann þau með samvizkusemi og hafði smiðs- hendur til allra verka. Sumarið 1933 kvæntist liann Elísabetu Jónsdóttur Gunnlaugssonar á Akranesi, ágætri konu, og virtist þá framtíðin hrosa við þessum ungu hjónum. En hamingjan reyndist hverful. Fám mánuð- unnar, ef ekki á að vera of nærri sjúklingnum gengið. — Næsta framfarasporið verður vafalaust fullkomnun á svæf- ingartækjunum, og eru til- raunir í þeim efnum vel á veg komnar. [Grein þessi er skrifuð fyrir til- mæli og hvatningu Vilmundar Jóns- sonar landlæknis. Hann liefir farið yfir greinina með tilliti ti! orðfæris og allviða vikið til islenzkulegra máls. Hann er og höfundur nýyrða þeirra, sem koma fyrir í greininni. og eru sum þeirra beinlinis gerð hennar vegna, en nokkur önnur munu ekki áður hafa birzt á prenti.] Elías Eyvindsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.