Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 13
læknablaðið 41 reynzt nijög vel, svæfingin er auðveld og þægileg fyrir sjúkl- inginn. Einn af ókostum pentó- þals er sá, að það slekjar vöðv- ana lítt eða ekki, en ásamt curare er hægt að nota það við allflestar aðgerðir, og oft ná nægilegri vöðvaslekju með til- tölulega litlum curareskammti. Tvær aðferðir koma til greina við að gefa þessi lyf. Þeim má blanda saman og stinga þeim úr einni dælu, en betri árang- ur næst með því að hafa þau aðskilin sitt í bvorri dælu og skammta svo stungurnar, eftir því sem þörf krefur. (llaðloft og súrefni er ávallt gefið með pentóþali og curare, og ætíð skyldi smevga sjúklinginn, ef aðgerð er löng eða þarfnast mikils curare, svo að auðvelt sé að aðstoða sjúklinginn við önd- unina. Pentóþal ásamt curare er mjög notað við skoðun sjúklinga með barkakýlis-, barka- og vélindissjá (larvngo- scopia, bronchoscopia og oeso- phagoscopia). Barkakýlisskoð- un krefst stórra skammta bæði af pentóþali og curare, og auk þess þarf að kókainbera sjúkl- inginn vel vegna hættu á radd- bandakrampa (laryngospasm- us), á meðan á aðgerð stendur. í djúpri pentóþalsvæfingu má alltaf gera ráð fyrir ein- bverjum súrefnisskorti, enda þótt þess sé gætt, að öndunar- vegurinn sé fullkomlega greið- ur, og því verður að gefa nægi- legt súrefni. Ef séð er fyrir óhindraðri öndun, nægilegu súrefni og að- staða er til smeygunar og önd- unaræfinga, má komast bjá langflestnm örðugleikum i sambandi við pentóþalsvæf- ingu eða a. m. k. greiða úr þeim fyrirvaralaust. í pentó- þal-glaðlofts-súrefnis-curare- svæfingu, en það er fullt nafn svæfingarinnar, má draga tals- vert úr notkun pentóþals með því að nýta til fullnustu svæf- ingarmátt N20. Það er t. d. oft- ast óþarfi að gefa pentóþal, eft- ir að skinu hefir verið lokað, en nægilegt að halda svæfing- unni við með N20 og 02. Ef þetta er gert, eru meiri líkur til þess, að sjúklingurinn sé um það bil vaknaður að að- gerð lokinni, en það evkur aft- ur á móti mjög öryggi sjúkl- ingsins og dregur úr ábyrgð og störfum hjúkrunarfólksins, þar sem sjúklingarnir þarfnast nákvæms eftirlits á sjúkra- stofunni, þar til þeir vakna. Lungnasvæfing Lungnasvæfing er ennþá al- gengasta svæfingin og lvfin sem mest eru notuð, eru: glað- loft, eþýlen, cycloprópan og etur. Glaðloft orj eþýlen: Glað- loft er milt, skjótvirkt, deyfir vel sársauka, og sjúklingarnir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.