Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 20
48 L Æ K N A B L A Ð I í) Hinn 18. des. 1950 gaf lieilbrigðis- málaráðuneytið út leyfisbréf handa Jónasi Bjarnasyni, cand. med., til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi. Jónas er sonur Bjarna Snæbjörnssonar lækn- is í Hafnarfirðil Hinn 7. marz gaf heilbrigðismála- ráðuneytið út leyfisbréf handa Ingu Björnsdóttur, cand. med. og Ragn- lieiði Guðmiindsdóttur, cand. med., til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi. Handhafar valds forseta Islands veittu hinn 9. apríl 1951 Ólafi Ó. Lárussyni, héraðslækni í Vest- mannaeyjum, lausn frá embætti frá 1. júlí 1951 að telja. Ólafur hafði þjónað Vestmanna- eyjahéraði í 20 ár, en héraðslæknir liefur hann verið í full 40 ár. „Heilbrigðismálaráðuneytið hefur hinn 21. aprí 1 1951 ráðið Elías Eyvindsson, cand med., sem svæfing- arlækni Landspítalans og jafnframt sem starfsmann við Rannsóknar- stofu Háskólans og síðan til að veita forstöðu blóðbanka, ef til kemur.“ Þetta er tekið orðrétt úr Lögbirtingablaðinu 25. apríl 1951. Orðalagið, „ef til kemur“, er mjög varfærnislegt. Nú þegar kvað hafa verið byggt hús fyrir blóðbanka, og sennilega er það ekki reist af vangá, né án þess að gera sér fyrst grein fyrir til hvers átti að nota það. Er ef til vil eitthvað nýtt í bigerð með þetta hús? Hinn 7. mai 1951 var dr. med. Snorri Hallgrímsson skipaður pró- fessor í handlæknisfræði við Há- skóla íslands og jafnframt yfir- læknir handlæknisdeildar Land- spítalans frá 1. .sept. 1951 að telja. Próf. Snorri mun dvelja í Banda- ríkjunum vetrarlangt, en próf. Guð- mundur Tlioroddsen gegnir áfram embættinu á meðan. Heilbrigðismálaráðuneytið liefir hinn 28. maí 1951 gefið út leyfisbréf handa Bergþóri Smára, lækni, til þess að mega starfa sem sérfræðing- ur í lyflækningum. Inga Björnsdóttir var sett til þess að gegna Bakkagerðishéraði frá 1. júní 1951. Á ríkisráðsl'undi 3. júli 1951 var Baldri Johnsen veitt Vestmanna" eyjahérað frá 1. júlí s. á. að telja. Forseti íslands hefur hinn 20. júli 1951 veitt Snorra Ólafssyni, héraðs- lækni, lausn frá héraðslæknisem- bættinu í Breiðumýrarhéraði frá 1. sept. 1951 að telja. (Lögbirtingabl. 25. ág. 1951). Frá sama tíma hefur Snorri verið ráðinn aðstoðarlæknir að Kristnes- liæli. Héraðslæknirinn í Stykkishólms- liéraði, Ólafur P. Jónsson, var frá 1. sept. 1951 settúr til þess að gegna Flateyjarhéraði ásamt sínu héraði. Heilbrigðismálaráðuneytið hefur hinn 22. ágúst 1951 gefið út leyfis- bréf handa Kjartani Ólafssyni, cand. med., til þess að mega stunda al- mennar lækningar hér á landi. — (Lögb.bl. 1. sept. 1951). Kjartani var veitt héraðslæknisembættið í Flat- eyrarhéraði frá 17. sept. 1951. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.í., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.