Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1951, Síða 9

Læknablaðið - 01.08.1951, Síða 9
læknablaðið 37 með því að fara með legg (catheter) niður í gegnum smeyginn. 6. Ef sjúklingurinn þarf að vera á grúfu á aðgerðar- borðinu, er mikið örvggi í því að hafa hann smeyg- aðan. 7. Oft er hægt að sjá fyrir, að öndunin muni lamast eða verða mjög slök í svæfingu, sérstaklega ef curare er notað í stórum skammti með cyclopróp- ani, etri eða pentóþali. — Hafi sjúklingurinn verið smevgaður, er auðvelt að lijálpa önduninni eða jafn- vel anda algjörlega fyrir sjúklinginn, þar til hann kemst j^fir lömunina. 8. Smeygun tryggir fullt vald vfir þrýstingi innan lungna við aðgerðir, er krefjast þess, að fleiðruhol (fleiðra: pleura) sé opnað og lung- að fellt (collaberað). 9. Það er mjög æskilegt að smeyga sjúklinga, sem koma til aðgerðar vegna sjúkdóma, er valda aukn- um þrýstingi innan höfuð- kúpu, vegna þess að önd- unarörðugleikar i svæf- ingu geta aukið þann þrýsting enn meira og jafnvel hættulega. Auk þess á hér við það, sem áð- ur var sagt um aðgerðir á höfði. Þar sem sjiiklingurinn er svæfður, áður en hann er smeygaður og smeygurinn tek- inn út, áður en hann vaknar til fulls, hefir hann að jafnaði enga vitneskju um smevgun- ina. Örsjaldan hafa sjúklingar lítils háttar liæsi eða særindi i hálsi í 24—48 klst. eftir smeyg- svæfingu. Sjúklingurinn verð- ur að vera vel sofandi, þegar smeygunin er framkvæmd, til þess að hún verði auðveldari og forðast megi betur að særa varirnar, tunguna, hálsinn eða brjóta tennur, sem kemur þó mjög sjaldan fyrir, eftir að fengin er nokkur æfing í þvi að fara með barkasmeyg. Vöðvaslekjun. Eins og getið var i upphafi, má telja notkun curare annað veigamesta framfaraspor sið- ustu ára i svæfingum. Þangað til þurfti að ná nauðsynlegri vöðvaslekju með mjög djúpri svæfingu, en nú má hafa svæf- inguna létta og þar með draga mjög verulega úr notkun svæf- ingarlyfsins, en slekja vöðv- ana með curare. Þar sem cur- are er mjög skjótvirkt og áhrif þess fremur skammvinn, er tiltölulega auðvelt að koma því við að slekja vöðvana ein- göngu á því stigi aðgerðar, sem þess er sérstök þörf. Ný lyf eða ný notkun lyfja fer venjulega geyst af stað, og svo var um curare. Notkun þess má ennþá teljast á byrj-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.