Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 8
36 LÆKNABLAÐIÍ) Að meðferð þrengsla eða stíflu í öndunarveginum verð- ur nánar vikið í sambandi við það, er segir um barkasmeyg (endotracbeal tube) og hvern- ig lionum er beitt, en blóð- skortur og lost munu rædd síð- ar. Vinnuskilyrði handlæknis- ins eru annað aðalatriðið. Hann verður að sjá og komast sem auðveldlegast að því svæði eða liffæri, sem hann er að framkvæma aðgerð á. Þetta er sérstaklega áríðandi, þegar fengizt er við skurðaðgerðir í kviðarholi. Aðalerfiðleikarnir stafa af herpingi í kviðvöðvun- um og öndunarhreyfingum þindarinnar. Með því að slekja vöðvana vel t. d. með curare og draga jafnframt úr öndun- arhreyfingum þindarinnar, er vinnst með því að halda sjúkl- ingnum í hæfilegri dýpt svæf- ingar, og smeyga (intúbera) liann, ef nauðsyn krefur, eru starfsskilyrði handlæknisins stórum hætt og þar með tryggð- ar líkur til betri árangurs og styttri aðgerðartima. Smeygsvæfing. Smeygun (intuhatio) hefir færzt mjög í vöxl við svæfing- ar á síðari árum, enda hefir þessi aðferð marga veigamikla kosti, hæði frá sjónarmiði sjúklings og handlæknis. Henni henta öll helztu svæfing- arlyf, svo sem etur, cyelopróp- an og pentóþal. Ivostir smeygsvæfingar (endotracheal anesthesia) eru þessir: 1. Hún kemur í veg fyrir alla hindrun í öndunarvegin- um og tryggir vel opna loftrás frá svæfingarlæk- inu niður í barka. 2. Öndunin, sem er oft ínjög erfið í svæfingu ósmeyg- aðra sjúklinga, er nú létt, róleg og hávaðalaus. 3. Barkasmeygur, sem fyllir vel út í barkakýli og harka, er góð vörn gegn aðsogi (aspiratio), sérstaklega á magainnihaldi við aðgerð- ir á maga, og blóði og öðr- um óliroða við aðgerðir á * munni og nefi. 4. Við aðgerðir á hálsi, and- liti og höfði er ekki ein- ungis séð fyrir greiðum öndunarvegi, heldur er sá, sem sér um svæfinguna, tekinn hurtu frá aðgerðar- svæðinu, svo að handlækn- irinn hefir meira svigrúm til þess að vinna og þarf ekki að eiga á hættu að kæfa sjúklinginn, meðan á aðgerð stendur. Jafn- framt verður smitgát (as- eptic) miklu öruggari. 5. Fari svo, að slím, hlóð, gröftur eða magainnihald J komist niður í harka eða herkjur (bronchi), er mjög auðvelt að soga það hurtu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.