Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 14
42
LÆKNABLAÐIÐ
vakna fljótt að lokinni svæf-
ingu. Áhrif eþýlens eru svipuð,
en það liefir einkum þótt gott
handa sjúklingum, sem eru
loslnir eða hafa veilt lijarta.
Gallinn er sá, að hvorugt þess-
ara efna er nægilega áhrifa-
mikið til þess að tryggja fu 11-
nægjandi svæfingu til meiri
háttar aðgerða, þegar þau eru
notuð ein saman. Þau koma
hins vegar að miklum notum,
þegar þau eru höfð með öðr-
um sterkari svæfingarlyfjum,
svo sem pentóþali, cyclopró-
pani og etri. Það er ekki ráð-
legt að nota curare með þess-
um efnum einum.
Cyclo pró pan: Cvclop rópan
er mikið notað, enda mjög gott
svæfingarlyf, sem veldur sæmi-
legri vöðvaslekju. Galli er þó,
að af því er sprengingarhætta,
og sumir handlæknar telja, að
þvi fylgi meiri blæðing en öðr-
um svæfingarlvfjum, sem gæti
ef til vill stafað af þvi, að blóð-
þrýstingur Iiækkar stundum
í cycloprópansvæfingu. Kost-
irnir eru, að sjúklingarnir
sofna mjög fljótt, hægt er að
nota mikið súrefni með því, ef
þörf krefur, og sjúklingarnir
vakna skjótt, eftir að svæfingu
er lokið, og verða þar með
sjálfbjarga miklu fyrr en eftir
elur. Þegar eycloprópan er
notað eitt og svæfa þarf djúpt
til þess að ná fullnægjandi
vöðvaslekju, verður öndunin
oft slök (depressed). Vegna
þess að morfín hefir svipuð á-
hrif á öndunina, ber að nota
litla forgjafarskammta af mor-
fíni. I stöku tilfellum verður
truflun á hjartastarfi, og cvclo-
própan getur öðrum svæfing-
arlyfjum fremur valdið hjarta-
hólfakrampa (ventricular fibr-
illation) og skvndidauða. Svo-
kallað cycloprópanlost sést
stöku sinnum að lokinni svæf-
ingu, en það er ekki álitið
hættulegt, og sjúklingarnir
jafna sig fljótlega, án þess að
nokkuð sé að gert. Þetta er á-
litið stafa af því, að blóðið of-
mettist kolsýru (CCL). Mest er
áríðandi að greina þetta lost
frá áverkalosti (traumatisku
shocki), sem krefst skjótra að-
gerða. Cycloprópan og curare
eru mikið notuð saman, enda
dregur það verulega úr cvclo-
própannotkuninni, þvi að
sjálf svæfingin þarf þá ekki að
vera eins djúp og ella. Við
jietta verða aukaverkanir á
lijarta sjaldgæfari og vægari.
Etur: Æðasvæfing hefir dreg-
ið minna úr notkun eturs en
nokkurs annars svæfingarlvfs.
Etursvæfing hefir slaðið af
sér margar svæfingar, sem ætl-
að var að koma i stað hennar,
og er etur ennjiá mest notaða
svæfingarlyfið, enda þeirra
hættuminnst i höndum óvan-
inga. Sjúklingum geðjasl etur
ekki vel. Er ójíægilegt að sofna
við hann einan, og oftast gætir
ógleði og vanlíðanar eftir á.