Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 39 gjafar, eru morfín, atrópín eða skópólamín og barbítúr- sölt. Lyfin eru ýmist telcin inn eða þeim er stungið undir húð, i vöðva eða í æð. Enda þótt morfín geti stundum haft ó- þægilega annmarka, beldur það ennþá velli gagnvart nýrri lyfjum, svo sem demeróli og dólófini (methadon), vegna þess að það tryggir meiri vel- líðan (euphoria) og er meira sefandi. Atrópin eða skópóla- min ætti ávalll að gefa fyrir - svæfingu til Jiess að draga úr slímrennsli í öndunarveginum. Ekki virðist skipta miklu máli, bvort atrópin eða skópólamin er notað, enda þótt hvort um sig eigi sina stuðningsmenn, sem telja það hinu fremra. Þegar forgjafarlvfi er stungið undir húð, ætti að gera það svo sem klukkutima áður en svæf- ing byrjar, en til þess að áhrifa forgjafarinnar gæti á sem hentugustum tíma, er öruggast að stinga henni í æð, svo sem 10—15 mínútum fyrir svæf- ingu. Barbítúrsölt eru oftast tekin inn sem forgjöf, og ætti alltaf að gefa þau kvöldið fyr- ir aðgerð og aftur svo sem hálf- um öðrum tíma fyrir aðgerð- ina, ef ástæða þykir til. Æðasvæfing. Æðasvæfincj (intravenous anesthesia) er því sem næst jafngömul notkun eturs, því að um miðja siðustu öld reyiidi Pirogoff svæfingu með því að stinga etri inn i æð. Síðan voru fjöldamörg Ivf reynd í sama skyni án árang- urs, en það var ekki fyrr en leysanleg sambönd barbítúr- sýru komu til sögunnar, að nokkur árangur náðist. Þróun æðasvæfingar hefir verið lær- dómsrik, sérstaklega með til- liti til þess, hvað látið skvldi ógert. Stundum hefir þó að- ferðum, sem upprunalega voru ætlaðar til deyfinga eða svæf- inga, verið fundið annað svið. Revndist svo um alkóhól- og prókaínstungur i æðar. Æða- svæfing með alkóhóli revndist ekki vel, eða tók a. m. k. ekk- ert fram öðrum aðferðum. Þó hefir þunn alkóhóllausn gefizt vel sem deyfandi og sefandi eftir aðgerðir, sérstaklega á gömlu fólki. Bier reyndi að deyfa útlimi með því að stinga devfilyfinu inn i æð, en nú er farið að nota á þennan hátt þunnar prókaínlausnir við kláða samfara gulu eða húð- sjúkdómum, svo og ýmsum verkjum, og þykir af sumum gefast vel. Því er einnig bald- ið fram, að prókain stungið í æð dragi úr óreglulegum hjart- slæ.tti, sem stundum verður vart í svæfingum, sérstaklega þegar cvclóprópan er notað. Flest vandkvæði, sem þykja á æðasvæfingu, stafa af þvi, að reynt hefir verið að beita henni, þar sem aðrar aðferðir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.