Læknablaðið - 01.08.1951, Blaðsíða 10
38
LÆKNABLAÐIÐ
unarstigi, en reynslan, sem
fengizt hefir til þessa, er mjög'
góð. Sem dæmi um notkun
eurare má geta þess, að á Mayo
Clinic jókst hún úr 28 tilfell-
um 1943 upp í tæp 3500 1948
og hefir aukizt að mun síðan.
Mest not hafa orðið að curare
í sambandi við aðgerðir í kvið-
arholi, og sé það notað í nægi-
lega stórum skammti, veldur
það vöðvaslekju til jafns við
mænudeyfingu eða belur. Það
er og kostur, að inaður losnar
við ógleðina og belginginn, sem
stundum fylgir mænudeyf-
ingu. Eitt af hinu fyrsta, sem
curare var notað við, var að
draga úr krömpum við raf-
lostsaðgerðir (eleclroshock)
og er enn mikið notað við þær
aðgerðir, en þörf er fremur
stórra skammta. Curare er
mjög áhrifamikið lyf, en ör-
ugg notkun þess er tiltölulega
einföld, ef varúðar er gætl og
nokkrum grundvallarreglum
fylgt. Skammturinn er afar
mismunandi eftir aðgerð, aldri,
kyni sjúklings, svo og almennu
ástandi hans. Akveðinn
skammtur getur verið eitur-
virkur (toxiskur) fvrir einn,
en haft engin slík áhrif á ann-
an. Það, sem fvrst og fremst
verður að gæta við notkun
þess, er öndunin. Búast má við
öndunarlömun í ákveðnum
hluta tilfella, og því ætti ávallt
að vera við höndina viðbúnað-
ur til meðfei’ðar á þeiri'i löm-
un, þ. e. til að viðhafa öndun-
aræfingar. Ef aðgerð krefst
mikillar vöðvaslekju og því
ríflegs skammts af curare, ætti
ávallt að hafa sjúklinginn
smeygaðan frá byrjun. Sömu-
leiðis ætti að stilla svo til, að
áhrif curare séu afrokin eða
þvi sem næst, þegar aðgerð er
lokið. Þegar um kviðarholsað-
gerðir cr að ræða, er t. d. ekki
þörf frekari vöðvaslekju, eftir
að skinu (peritoneum) hefir
verið lokað.
Curare má ekki gefa sjúkl.
um með vöðvaslenufár (.inyas-
thenia gravis), og varúðar
skyldi gælt við sjúklinga með
kafmæði (asthma). Tiltölulega
fáar og sjaldgæfar aukaverk-
anir hafa sézt, svo sem berkju-
krampi (bronchospasmus),
lágþrýstingur (hypotensio) og
ofnæmi (idiosyncrasia), en
þær má forðast, ef ávallt er
byrjað varlega. Bezta í-eglan
er að gefa litinn prófskammt,
bíða um stund og sjá, hvernig
sjúklingurinn svarar. Neostig-
min (prostigmín) i 1—3 mg
skömmtum er virkt gagneitur
(antidot), ef of mikið cur-
are skyldi hafa verið gefið, og
ætti alltaf að vera við höndina,
þegar curare er notað.
Lyfjaforgjöf.
Líta má svo á, að svæfing í
hefjist með foi’gjöfinni
(praemedicatio). Lyf þau,
sem mest eru notuð til foi’-