Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 9
læknablaðið 51 eðli blóðþrýstingsins, um það getur liver og einn fræðst í líf- eðlisfræði sinni. A síðari árum hefir eðlilegur blóðþrýstingur nokkuð verið athugaður. Líftryggingarfélög, er lengi hafa starfað hafa látið vinna úr gögnum sínum, er þetta varða, til þess að fá nið- urstöður til að hyggja á trygg- ingarhæfni fólks. Einnig hafa farið fram liópskoðanir á fólki í sambandi við ýmis konar störf, t. d. herþjónustu o. s. frv. I5ar er þó oft sá ljóður á, að efniviðurinn er nokkuð ein- hæfur, ýmist hvað kvnferði eða aldur snertir. Hjá líftrygg- ingarfélögunum er venjuleg- ast þess að gæta, að hinir og þessir læknar hafa mælt blóð- þrýstinginn með misjöfnum mælitækjum og við mismun- andi aðstæður. Ég mun síðar koma að nokkrum íyðurstöð- um frá þessum athugunum. Lítið hefir farið fyrir athug- unum á eðlilegum blóðþrýst- ingi hér á landi. í sambandi við i'annsóknir á mataræði í land- inu á árunum 1939—1940 voru þó gerðar nokkrar athuganir á blóðþrýslingi heilbrigðs fólks. — Mér er ekki kunnugt um að líftryggingarfélögin hér hafi tekið saman sér til leiðbein- ingar tölur varðandi blóð- þrýsting umsækjendanna. Dr. med. Helgi Tómasson hefir hins vegar birt rannsóknir sín- ar á blóðþrýstingi 2000 sjúkl- inga (1931), en hann ritaði hér fyrstur um blóðþrýstingsmæl- ingar 1929. — Einnig mældi dr. med. Gísli Fr. Petersen blóðþrýsting á 307 sjúkling- um (164 körlum og 143 kon- um). Þar sem í báðum þessum tilfellum var um sjúklinga að ræða, verður ekki unnt að gera samanburð við þessar mæl- ingar. í sambandi við heilbrigðis- skoðanir fólks, er óskaði trygg- ingarréttinda í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, voru á tímabil- inu 4/2 1942 til 24/1 1944 gerð- ar athuganir á blóðþrýstingi ]^ess. Hér á eftir verða teknar til athugunar niðurstöður þess ara mælinga. Aðeins eru þær mælingar teknar, er einn og sami maðurinn gerði, með sama mæli og við sömu að- stöðu. Til mælinganna var notaður kvikasilfursmælir; merki: Merkurius- Sphygmomanomet- er. Aflestrartaflan var frá 0— 300 nnn Ilg, en deilistrik voru með 2 mm Hg millibilum. í langfleslum tilfellum var fólk- ið látið hvílast á skoðunar- bekk. Almenn skoðun fór fvrst fram. Með samræðum um efni, er líklegt var að viðkomandi hefði áhuga fyrir, var rejmt að beina athyglinni frá mæling- unni. í langflestum tilfellum tókst þetta sæmilega vel, en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.