Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 19
læknablaðið 61 Tafla VI. Reykvíkingar Sveitafólk 1 U.S.A. Aldur <? s c? $ Útþrýst. Aðþrýst. Útþrýst. Aðþrýst. Útþrýst. Aðþrýst. Útþrýst. Aðþrýst. 15—19 126.6 74.9 125.2 76.8 125.8 73.9 124.5 76.1 20—29 130.0 78.1 127.5 78.6 130.9 77.1 127.5 78.4 30—39 132.4 80.9 132.3 82.3 132.1 79.1 133.4 82.6 40—49 135.3 83.9 139.5 85.0 138.7 83.1 148.2 88.5 50—59 144.6 87.2 148.9 89.1 151.9 88.9 167.4 93.5 60—69 146.1 88.2 168.0 95.1 159.4 89.2 . 174.4 95.6 70—80 161.1 90.5 176.6 94.1 liana eru engar upplýsingar fyrir hendi. Eitt er aðeins víst, að Reykvíkingar eins og aðrir landsmenn höfðu nóg að bíta °g brenna á árunum 1942— 1944 og má gera ráð fvrir að holdafar hafi þá verið með hezta móti. Á hinu leytinu hefir nokkuð verið um það rætt, að sumir kynþættir hefðu óvenju lágan hlóðþrýsting. T. d. negrar i Afriku og negrar yfirleitt hafa almennl verið taldir hafa ó- venju lágan blóðþrýsting borið saman við livíta menn. Rann- sóknir, er fram fóru á tveim kynþáttum í Afríku (1928), styðja þessa skoðun. Þó er vert að geta þess, að samtímis var mældur þar hlóðþrýstingur hjá Evrópumönnum, og reyndist hann einnig hlutfallslega lág- Ur, þó hærri væri en hjá negr- unum. Aftur á móti varð ann- uppi á teningnum, þegar luaeldur var blóðþrýstingur negra á Virgin Island í Vestur- Indium. Þar er veðrátta mjög mild. Mælingarnar sýndu, að meðalblóðþrýstingur þeirra var mun hærri en hjá hvitum mönnum. Hvort vitaminskort- ur gæti komið til greina sem orsök hækkaðs blóðþrýstings, er ég ekki dómhær á, en all- mikil avitaminosis er talin þar í landi. Þeir Saunders og Ban- croft telja möguleika á því. Litlar líkur tel ég á að um slíkt geti verið að ræða hjá Revk- víkingum og þá sízt á þessu tímabili eins og fyrr er getið. í 19 ríkjum Bandarikjanna fór fram læknisathugun á bændafólki á tímabilinu nóv- ember 1939 til nóv. 1940. Alls voru athuguð 11490 manns (9776 hvítir menn og 1714 negr- ar). Blóðþrýstingsmæling var einn liður í þessum athugun- um. Við samanburð sést að lilóðþrýstingur Reykvíkinga er mjög svipaður og hjá þessu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.