Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 8
50 LÆKNABLAÐIÐ blóðþrýstingsákvörðunar, og yrði of langt mál aS telja það upp hér, enda óþarft í þessu erindi. Nokkuð hefir verið á reiki hvernig hæri að ákveða út- þrýstimarkið (systol. þrýsting) og aðþrýstimarkið (diastol. þrýsting). í fyrstu var sam- ræmd sú aðferð að þreyfa fyrir púlsinum og finna þegar hann hvarf við það að loftinu var dælt inn í gúmhólkinn (manc- hettuna), iile}rpa síðan loftinu hægt og liægt af, þar til púls- inn fannst á ný, og lesa þá á mælinn. Þar var þá talinn út- þrýstingur. Síðan var loftinu hleypt af áfram og yfirhorð Hg-mælisins athugað, eða, ef loftmælir var notaður, fylgzl með nálinni. Þegar kyrrð varð á yfirborðinu, eða vísin- um — eftir þvi hvor mælirinn var notaður — var lesið af mæl- inum, og var þar talið að að- þrýstingur væri. Þannig var sameinuð þreifi- og tifaðferð (jialpatorisk og oscillatorisk aðferð) til mælingar hlóðþrýst- ingsins. Síðar, eða um 1905, fann Rússinn Korotkow upp að hlusta eftir púlshylgjunni yfir art. cuhiti og fann við það nýja og nákvæmari mæliaðferð, er síðan hefir rutt sér til rúms eins og við þekkjum nú. Ef lofti er dælt inn í armhringinn á handleggnum, hverfur púls- inn og ekkert heyrist handar megin við hann, þegar svo þrýstingurinn i armhringnum er lækkaður smátt og smátt, y má greina á milli fjögurra hljóðhreytinga við hlustun: 1. Snöggra púlshljóða, en greinilegra og skýrra, þurfa ekki að vera hávær, en fara hækkandi fyrstu 10 mm Hg, sem mælirinn fellur. 2. Púlshljóðið verður dálítið óskýrt næstu 15 mm Ilg, sem mælirinn fellur. 3. Illjóðið verður að nýju vaxandi og skýrara næstu 15 mm Hg, sem mælirinn fellur. 4. Síðustu 5—6 mm Hg, sem mælirinn fellur, verður púlshljóðið óskýrt að nýju, þar til öll hljóð hverfa að fullu Almennt er útþrýstingur tal- inn við nr. 1, en aðþrýstingur við nr. 4, um það bil, sem púls- hljóðið hverfur. Margir ætla þó nú réttara að telja aðþrýst- inginn frá 3. Við lilustunarað- ferðina er blóðþrýstingurinn talinn 5—10 mm Hg hærri að jafnaði borið saman við hina aðferðina. Liggur það í því, að púlsaldan finnst ekki fyrstu 5—10 mm Hg, þótt æðin sé hins vegar það opnuð að púls- bylgjuhljóðið heyrist á því mælibili. V Ég tel ekki ástæðu til að fara að skýra hér þau atriði, er koma til greina til skýringar á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.