Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 10
52 LÆKNABLAÐIÐ þó ber því ekki að neita, að einn og einn einstaklingur hafi sýnt óróa og púlshraða of háan. Því verður ekki mótmælt, að æskilegt hefði verið að meiri timi hefði verið lagður í mæl- ingarnar. T.d., að mæling liefði verið gjörð strax í byrjun skoðunar og svo aftur í lok hennar og gerður samanburð- ur á jjessum tveim mælingum. Þetta reyndist ekki unnt að framkvæma við þær aðstæður, er fyrir hendi voru, varð því að binda sig við eina einstaka mælingu, og þótti þá lientug- ast að haga mælingunni sem fyrr greinir. Nokkuð eru skiptar skoðanir á því, livort réttara sé að mæla fólkið liggjandi eða sitjandi. American Heart Association mælir með því að mælingin fari fram á fólki sitjandi, en Cardiac Society of Great Bri- tain and Ireland mælir með hinni aðferðinni. Þeir fáu ein- staklingar, er ég prófaði þetta hvort tveggja á, sýndu engan greinilegan mun og get ég því ekkert dæmt um hvort réttara kunni að vera. Breiddin á armliringnum er talin þurfa að vera 12—13 cm. Á mæli þeim, sem fyrr greinir og notaður var, var breiddin 12,5 cm utanmál. Mjög er það talið áriðandi að þessi breidd armhringa sé notuð hjá full- orðnu fólki. Of mjór armhring- ur gefur mun hærri blóðþrýst- ingsmælitölu. Shilling gerði tilraunir með þrenns konar armhringi, er voru 14 cm, 11,2 cm og 8 cm breiðir. Mismunur- inn á mjósta og breiðasta arm- hringnum var 7—17 mm Hg til hækkunar hjá þeim grennstu. Mjög er áríðandi að armhringurinn sé lofttómur, þegar hann er lagður á hand- legginn og falli slétt að húð- inni. Ekki er það að efa, að sam- ræmi þarf að vera milli gild- leika handleggsins og breiddar armhringsins. Það atriði hefir komið ljósast fram við blóð- þrýstingsmælingar á börn- um. Robinow og samstarfs- menn hans gerðu mjög ná- kvæmar blóðþrýstingsmæling- ar á börnum. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að 2,5 crn lireiður armhringur væri hæfi- legastur fvrir nýfædd börn, 5 cm brejður armhringur væri hæfilegur fjrrir 1 árs börn og eitthvað eldri, eftir gildleika handleggsins, og að lokum 9 cm armhringur fyrir stálpuð börn. — Mælingar þær, sem gerðar eru hér að umtalsefni, fóru tiðast fram kl. 3—4 á daginn, þ. e. a. s. fólkið er þá ekki að fullu mett á þeim tíma. Það atriði, að maginn sé fullur af mat, er talið geta valdið 6—8 mm Hg hækkun á blóðþrýst- ing. — Komið gat fyrir, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.