Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 22
64 LÆKNABLAÐIÐ heftiplástri. Yfir annan blett- inn var sett glerflaga 0,2 mm þykk. Síðan lét hann sólina skína á handlegginn í 35 mín- útur. Daginn eftir var greini- legur roði á háðum blettunum og enn meiri eftir 2 daga og var þá kominn þroti í liúðina. Voru þessi einkenni nokkru meiri á þeim blettinum, sem ekki hafði verið skýlt með gler- flögunni og þar komu fram tvær smáhlöðrur á 4. degi. Engin breyting sást á svæðinu, sem pappírinn liuldi meðan á geisluninni stóð, og ekki lield- ur á ljletti, sem geislaður var eftir að safinn hafði verið þveginn af. Þetta virðist skýra, hvern- ig hvannsárin eru tilkomin, enda er gamalkveðið að vel skyldi þurrka sér eða þvo um munninn eftir að hafa etið hvönn. Júl. S. JFrá Itchnum. „Hinn 7. sept. 1951 veitti for- seti íslands, Ezra Péturssyni, liér- aðslækni í Kirkjubæjarhéraði, lausn frá embætti frá 1. nóv. 1951 að telja.“ (Lögb.bl. 19. sept. 1951). Ezra liafði þjónað liéraðinu frá 8. marz 1948. Hérað þetta var áður nefnt Síðu- liérað, þá kennt við Breiðabólsstað, sem var læknissetur Snorra Hall- dórssonar héraðslæknis, en undan- farið hefir læknirinn liaft aðsetur á Kirkjubæjarklaustri. Dálítið er það ruglingslegt fyrir þá, sem siðar kynnu að glugga i skýrslur, ef héruðin skipta um nöfn á fárra ára fresti. Forseti íslands hefir hinn 18. sept. 1951 veiitt Þóroddi Jónassyni, lækni, héraðslæknisembættið í Breiðu- mýrarhéraði frá 1. okt. 1951 að telja. Heilbrigðisiuálaráðuneytið hefur hinn 19. sept 1951 gefið út leyfis- bréf lianda Elíasi Eyvindssyni, lækni, til þess að mega starfa sem sérfræðingur í svæfingum og deyf- ingum (anesthesia). (Lögb.bl. 29. sept. 1951). Elías er fyrsti sérfræðingur hér á landi í þessari grein. Heilbrigðismálaráðuneytið hefir hinn 19. sept. 1951 gefið út leyfis- bréf handa Ásbirni Stefánssyni, cand. med., til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi. Friðrik Einarsson hefir verið ráð- inn deildarlæknir við handlæknis- deild Landspitalans frá 1/9. 1951. Hinn 13. okt. 1951 setli lieilbrigðis- málaráðuneytið Úlf Ragnarsson cand. med. til þess að vera héraðs- læknir í Kirkjubæjarhéraði frá 1. nóv. 1951 að telja. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.í., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.