Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.11.1951, Blaðsíða 12
54 LÆKNABLAÐIÐ fólk kæmi beint úr vinnu, og fór þá eftir atvikum, hvort það hafði tíma til að kasta mæð- inni í biðstofunni áður en skoð- un fór fram. Þetta var á hinn bóginn svo snemma dags, að þreyta og lúi eru ekki verulega farin að láta til sín taka, en áhrif næturlinkunnar horfin. Almennt er talið að blóðþrýst- ingurinn sé iægstur að morgn- inum, en fari síðan hækkandi með dagsins önn og umstangi. Ef athugaðar eru tölur þær, sem sýndar eru á töflu I, sést að blóðþrýstingur hefir verið mældur á 1207 körlum og 1336 konum, samtals 2543. Ekki ber að skilja þetta svo, að þarna sé heildartala allra, er mældir voru. Allir, sem vitað var að haldnir væru hjarta- sjúkdómum eða nýrnasjúk- dómum voru dregnir frá. Einn- ig voru nokkrir tíndir úr töl- unni sökum þess að augljóst var, að þ'eir voru vanheilir vegna háþrýstings. Ég get einnig búizt við, að í þessari töflu (I) séu nokkrir, sem telja mætti að hefðu há- þrýsting. Um það má nokkuð deila. Ég hefi ekki tekið þessa einstaklinga frá, vegna þess að þeir hafa samkvæmt upplýs- ingum sínum gengið til allra starfa í daglegu lífi, án þess að finna nokkuð til sjúkleika. Af töflunni má sjá að konur hafa lægri blóðþrýsting, þ. e. a. s. útþrýsting en karlmenn fram yfir þrítugt. Um fertugs- aldurinn breytist viðhorfið. Þá stíga þær upp fyrir karlmenn- ina. Liggur næst að álíta að þar sé um álirif blóðbreytinga að ræða hjá konunum. Rétt er þó að minnast þess að aðþrýsting- urinn er í öllum aldursflokk- unum hærri lijá lconunum en körlunum. Vegna þess hve fá- ir eru í síðustu aldursflokkun- um, verður að fara varlega í að draga endanlegar ályktanir af þeim tölum. Ég vil geta þess, að í þessari heildartöflu eru meðtaldar 79 lconur, er voru vanfærar og all- langt komnar á leið. Gera má ráð fyrir, að fleiri vanfærar konur hafi verið í hópnum, en svo stutt komnar á meðgöngu- tímann, að með einfaldri skoð- un hafi ekki verið unnt að greina það. Til fróðleiks liefi ég sett blóðþrýsting þessara vanfæru kvenna í töflu II. Kon- ur þessar voru á aldrinum 15 —39 ára. TAFLA II. Blóðþrýstingur vanfærra kvenna. Aldur Fjöldl Útþrýst. Aðþrýst. 15—19 15 131.0 81.0 20—29 51 129.3 79.2 30—39 13 135.7 80.4 15—39 79 130.7 79.7 Á töflunni sést, að blóð- þrýstingur þeirra er lítið eitt hærri en í tilsvarandi aldurs-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.