Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1951, Side 21

Læknablaðið - 01.12.1951, Side 21
læknablaðið 79 Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Siðan voru reikningarnir sam- þykktir með 10 samhljóða at- kvæðum. 'í. Reikningar EkknasjóÖs. Páll Sigurðsson las reikn- inga Stvrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna ísl. lækna. Eggerl B. Einarsson lagði til, að nefnd yrði kjörin, til þess að endurskipuléggja sjóðinn og sjá um að styrkirnir yrðu hækkaðir, þar eð þeir væru hlægilega litlir miðað við nú- verandi verðlag. Bergsveinn Ólafsson ritari sjóðsins, upplýsli að gefnar væru minningargjafir til sjóðs- his. L. F. í. styrkir sjóðinn með kr. 3000.00 árlega. Styrkir liafa verið veittir úr sjóðnum, og hefir fremur mátt skoða þá sem jólaglaðning, þar eð upp- liæði rnar eru svo litlar, heldur en beina styrki. Tillaga Eggerts B. Einars- sonar, um ])að að kosin yrði öja mánna nefnd til þess að at- huga og gera tillögur til fund- orins um eflingu sjóðsins, var síðan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 5. Páll Ivolka, héraðslæknir, las siðan upp bréf Magnúsar Pétu rssonar, fyrrv. formanns, á þessa leið: Héraðslæknirinn fyrverandi. Reykjavík, 21. ágúsl 1951. bar sem ég ekki treysti mér til þess að mæta á væntanlegum aðal- fundi Læknafélags íslands vildi ég leyfa mér að fara þess á leit við stjórn féiagsins, að hún hlutist til um að kosin verði á fundinum nefnd þriggja lækna, er starfi milli þinga, til þess að rannsaka alla málavexti og aðdraganda þess, að ég sá mér ekki annað fært en að segja af mér héraðslæknisembættinu í Reykja- vík, áður en lög stóðu til. Ég gerði þetta fyrst og fremst í mótmælaskyni fyrir liönd héraðs- læknanna, þar sem ég tatdi lilut þeirra svo mjög fyrir borð borinn, er héraðslæknisembættið i Reykja- vík var lagt niður til þess meðal annars, að því er virðist, að það embætti þyrfti ekki að veita eftir þeim reglum, sem lög stóðu til og oftast verið nokkurn veginn fylgt um veitingar héraðslæknisembætta, enda mótniælti stjórn Læknafétags íslands á sínum tíma, við Alþingi, lagafrumvarpi því, er að þessu Iaut og síðar varð að lögum. Þá er og það, að mér er kunnugt um, að sumir læknar liafa legið mér á hálsi fyrir framkomu mína i mál- inu. Munu það þó einkum vera þeir fáu Reykjavikurlæknar, sem kapp Iögðu á, að ákveðnum lækni utan embættislæknastéttarinnar, yrði veitt embættið, en ég er sannfærð- ur um, að læknanefnd, sem rann- sakaði þetta mál með nægum tima, mundi fremur finnast á mig hallað og embættislæknastéttina. Býst ég þvi við, að álit þessarar nefndar geti orðið nokkurs konar gerðar- dómur yfir minni framkomu og ef til vill fleiri. Ég mun að sjálfsögðu, ef mér endist aldur og heilsa til, láta slíkri nefnd í té öll gögn er að málinu lúta, sem i mínum höndum eru og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.