Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 4
82 LÆKNABLAÐIÐ 2—3 daga, getur þó staðið allt að viku. Barninu batnar þá skvndilega, verður alfrískt á 2 —3 klst., fer að drekka og sofn- ar værum svefni. Ber svo ekki neitt á barninu, þangað til næsta kast byrjar. Algengara formið er þó, að köstin eru óregluleg og standa skemur. Stundum er engin uppsala, bara verkir í kvið. Þessir verkir koma með vissu millibili og geta verið mjög sár- ir, stundum er höfuðverkur eina einkennið, og jafnvel er talið að óljós bitaköst geti staf- að af þessu. Differentialdiagnosis er oft erfið í byrjun. Manni dettur í hug volvulus og invagination, appendicitis acuta, peritonitis, gastroenteritis acuta, mening- itis, og svo það, sem flestir láta gött heita: „kirtlar í maga“, sem mér finnst alltaf mjög „ó- fagleg“ sjúkdómsgreining. Með því að skoða sjúkl. vandlega, má þó oft komast að hinu rétta. Hafi barnið fengið svipuð upp- köst áður, styður það greining- una, en það sem sérkennir þennan sjúkdóm er, að alltaf finnst acetone i þvagi, a. m. k. fyrsta sólarhringinn. — Sumir þykjast finna acetone tveimur sólarhringum eftir að uppsalan hættir, en yfirleitt hefir mér ekki reynzt það finnanlegt eft- ir að hún er hælt. Orsökin til sjúkdóms þessa er alls ekki Ijós, en einhver truflun á efnaskiptum er hér á ferðinni. Börn, sem liafa þennan sjúk- dóm, svara eins og lieilbrigð börn, ef þau eru látin fasta eða gefin ketogen fæða. Oftast mis- tekst að framkalla köst í börn- um þessum, þar sem það hefir verið reynt í sjúkrahúsum. Þjóðverjar telja, að í köstun- um sé blóðsykur lækkaður, en Englendingar finna eðlilegan eða jafnvel heldur hærri ])lóð- sykur en gerist í heilhrigðum börnum, sem hafa fastað álíka lengi. Meðferð. í köstunum er harn- inu haldið í rúminu og þess gætt, að því sé vel heitt, tekinn af því allur matur og mjólk, og reynt að láta það drekka sem mest af vatni eða hafra- seyði. Eins mikið er gefið af sykri og hægt er. Ef uppsala er mjög svæsin, má gefa klysma — eða salt-sykur-upp- lausn í æð. Natrium bicarbon- at eða sódavatn hjálpar stund- um. Sumir telja, að betra sé að gefa þessum börnum kolvetna- auðuga og fiturýra fæðu milli kastanna, og þvkjast geta varn- að köstum með því, en aðrir gefa venjulegt fæði og lelja að köstin verði engu þéttari. Það er þó staðrevnd, að oft er hægt að koma í veg fyrir köst — ef foreldrar þekkja byrjunarein- kennin, sem ég nefndi hér áðan

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.