Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 10
88 LÆKNABLAÐIfl Björn Jósefsson fyrrv. hér- aðslæknir talaði um ósamræmi í taxtanum frá 1933. Taldi von góðrar undirtektar fólksins við væntanlega hækkun. Hvatti til aukins samstarfs lækna, ekki hvað sízt í hagsmunamálum. 7. Framtíðarskipulag L. í. Páll Sigurðsson rakti sögu félagssamtaka lækna hér á landi í stórum dráttum, og ræddi síðan fyrirhugaða breyt- ingu á skipun og starfsháttum L. í. á grundvelli tillagna, er fram komu á aðalfundi 1942 og samþykktar voru þá. En sam- kvæmt þeim tillögum skyldi L. í. breytt í samband svæða- félaga, er hvert sendi fulltrúa, einn eða fleiri, á aðalfund. Var gert ráð fyrir 7—8 svæðafélög- um. Hafði ræðumaður áður gert þessu nokkur sltil i grein í Læknablaðinu (P. S.: Fram- tíðarskipulag Læknafélags Is- lands, Læknabl. 28. árg. bls. 147, 1943) og vísaði til hennar. Bar hann fram tillögu um að L. í. skyidi breytt í sambands- félag svæðafélaga, að því til skyldu, að hin einstöku svæða- félög væru því samþykk, og síðan, að kosin yrði þriggja manna milliþinganefnd til að semja ný lög fyrir L. í. vegna þessarar breytingar á starfs- háttum þess. Kristinn Stefánsson form. L. R. kvaðst ekki geta tekið af- stöðu til hinna fyrirhuguðu breytinga á L. í. að svo stöddu, vegna þess að málið hefði ekki verið til umræðu í L. R. Páll Kolka taldi að milli- þinganefndin, sem kosin yrði skv. tillögu framsögumanns til að ganga frá breytingum á lög- um L. í., mundi gefa öllum fé- lagsmönnum tækifæri til þess að íhuga málið og segja álit sitt. Voru tillögur framsögu- manns samþykktar og þessir menn kosnir í milliþinga- nefndina: Páll Sigurðsson, Bergsveinn Ólafsson, Esra Pétursson, Um kvöldið kl. 8.30 flutti dr. med. Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir erindi: Fyr- irhugaðar samrannsóknir berklarannsóknarstofiiunar Sameinuðu þjóðanna og berklavarnir hér á landi. Björn Jósefsson fyrrv. hér- aðslæknir þakkaði ræðumanni erindið og störf hans við berklavarnir og óskaði honum til hamingju með doktorspróf- ið. Vonaðist til að 1961 vrði langt komið að útrýma berkla- veikinni. Fundi freslað til næsta dags. Þ. 24. ág. 1951 var fundur settur að nýju.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.