Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 8
86 L Æ K N A B L A Ð 11) aruppbót á launin eftir vissum reglum. Laun hafa því hælckað, svo að vísitala þeirra — með laun- um árið 1908 100 — væri 2400 miðað við meðallaun 1950. Or- sakir fyrir því að laun lækna og annarra starfsmanna hins opinbera hafa hækkað svo að krónutali á því árahili, er hér um ræðir, er breyting alls al- menns verðlags í landinu. Vísitala framfærslukostnað- ar hefir hagað sér svo, að úr 100, árið 1914, hækkaði hún í 446 1920, lækkaði svo aftur niður í 226 1933, en siðan hækkað óslitið og er nú 1407. Vísitala kaupgjalds hefir á sama tíma hækkað í 400 árið 1933 og síðan áfram i 3486 þ. 30. júní sl. Þegar þessar almennu verð- lagshreytingar eru bornar sam- an við hreytingar á kjörum héraðslækna, sést að launin hafa nokkurn veginn lialdið í við almenna kauphækkun i landinu. Taxtinn aftur á móti orðið aftur úr. Þegar endur- skoðun taxtans fór fram 1933, var kaupgjaldsvísitalan 400. Þá var taxtinn sumpart ekkert hækkaður, og sumpart aðeins um 100% á lægri greiðslun- um, sem fyrir fjölda héraðs- lækna eru aðaltekjurnar, og sumpart um 200—400% á verkum, sem hærra eru verð- lögð. Eftir 1939, þegar allt annað kauplag varð bundið visitölu, var taxtinn tekinn út úr öllu samhengi við annað verðlag, og ekki látinn fylgja vísitölu. 100% hækkunin frá 1943, sem enn situr við, var gerð, þegar vísitala framfærslukostnaðar- ins var ca. 700 og kaupgjalds- vísitala ca. 1800. Þá komust taxtahæklcanir hjá okkur i 200 —400—800%. Nú er visitala framfærslukostnaðar 1407 og kaupgjalds 3488 og allar liorf- ur á því, að þessi þróun haldi áfram, eða að minnsta kosti gangi ekki aftur á hak. Verð- felling krónunnar st 'yrir því. Kröfur héraðslækna, sem kom- ið hafa fram í gegnum héraðs- félög þeirra, ganga állar í þá átl að fá ósamræmi það, er myndazt hefir, lagfært. Ilafa kröfur þeirra verið mjög hóf- legar. Sumir stungið upp á 10 kr. gjaldi fyrir einfalda klinik og tilsvarandi á öðru. Það vau-i 10-faldur taxtinn 1908, þegar annað kaupgjald er 35 faldað. Aðrir stinga upp á þreföldun taxtans frá 1933 og svo vísitölu álagi á það á hverjum tíma. Mér finnst sú tillaga aðgengi- legri, þar sem þar væri loks hundinn endi á hið síaukna fall taxtans samanhorið við annað verðlag. Hið opinbera hefir líka tekið þetta upp um taxta dýralækna og gefið þar fordæmi. Hvað er svo hægt að gera? Skv. lögum her landlækni að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.