Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 5
læknablaðið 83 — með því, að gefa mikinn svk- ur og vatn eða seyði. Þetta er nú það helzta, sem ég hefi getað tínt upp úr þeim ritum, er ég hefi við höndina. Þeir vísu menn, sem skrifa handhækur í 5 bindum, eyða 2—3 síðum í þennan algenga sjúkdóm, en það kemur auð- vitað til af því, að menn vita ekki meira en þetta, enn sem komið er. — Hins vegar er það staðreynd, að við rekumst á þennan sjúkdóm í praxis og verðum að hafa hann í huga. Það hefir bjargað okkur, að hann hatnar oftast hjálpar- laust, oft er villzt á honum og gastroenteritis, og börnin þá látin svelta, en með réttri grein- ingu má spara sjálfum sér og öðrum áhyggjur og erfiðleika, °8 þó þessi sjúkdómur sé i langflestum tilfellum meinlaus kvilli, þá getur hann orðið lífs- hættulegur. Fyrstu kynni mín af þessum sjúkdómi voru í sjúkrahúsum i Danmörku árin 1938—’40. Þá sá ég nokkur börn, sem komu inn með áköf uppköst og áður- nefnd einkenni. Þeim hatnaði fljótt við venjulega meðferð. Fg áleil þetta sjaldgæft, enda talið svo i þeim hókum, sem ég hafði þá. Fyrstu 2 árin, sem ég starfaði hér, sá ég 3 tilfelli, öll væg, og siðan sá ég ekkert í 8 ár, og satt nð segja gleymdi ég sjúkdómn- l*m, og mun það vera ástæðan til þess, að ég fann hann ekki. í maí 1950 kom ég til harns, sem hafði selt upp í heilan sól- arhring, ég taldi að þetta væri gastroenteiátis og ráðlagði venjulega meðferð, en síðar um daginn var ég svo kallaður til annars sjúklings með alveg sömu einkennum. Af honum fann ég acetone-lykt, og kom þá sjúkdómurinn í hug, athug- aði þvag, og reyndist vera í því mikið acetone. Ég fór svo aft- ur að skoða fyrri sjúklinginn og fann auðvitað acetone hjá honum líka. Ég hefi síðan liaft það fyrir reglu, að athuga þvag allra barna, sem hafa uppsölu eða periodiska verki í maga, og hefi nú á 10 mánuðum fundið um 40 tilfelli og frétt um nokk- ur, sem aðrir læknar hafa fund- ið. Flest þessara tilfella hafa verið væg, haft þau einkenni, er ég Iiefi lýst hér, og batnað fljótlega með venjulegri með- ferð. Nokkur eru þó fráhrugð- in og lærdómsrík, og ætla ég að segja frá fáeinum, til þess að sýna, hve mismunandi sjúk- dómur þessi getur verið. 1. Sjö ára drengur veiktist uni nótt með uppsölu og verkjum i kvið, og' var mjög aumur neðantil í kvið- arholi. Hiti 38,5°. Líðan óbreytt um morguninn og var þá lagður í sjúkra- hús. Hvít blóðkorn reyndust tæp fi þús. Púls 80—90. Skurðlæknar voru í vafa um appendicit. Var því hafður undir eftirliti. Uppsalan liætti, en ógleði hélzt, hiti lækkaði heldur, svo

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.