Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 12
90 L.EKNABLAÐIÐ Björn Jósefsson spurði lyf- sölustjóra um mismunandi verðlag á Tabl. B combin og Tabl. Triasyni B. Studdi til- lögu Páls Kolka um það að sameina lyfsöluskrána og „löngu mjóu bókina.“ Ivvartaði yfir því, að landlæknir liefði aldrei beimsótt sig og ýmsa aðra héraðslækna. Taldi að hann liefði að sumu leyti mis- skilið sitt lilutverk, og álitið að hann ætti bara að vera nokk- urs konar hrísvöndur á hér- aðslækna. Kristinn Stefánsson upp- lýsti ]jað, að mismunandi efni væri i Tabl B combin. og Tabl. B triasyni og réði það verð- muninum. Taldi sennilegt að næst yrði reynt að sameina lyfsöluskrána og „löngu mjóu bókina“. Próf. Jón Steffensen stakk upp á því að bílatillaga hér- aðslækna vrði einnig látin ná til praktisérandi lækna. Arngrímur Björnsson, Páll Kolka, Jón Steffensen og Krist- inn Stefánsson ítrekuðu nauð- synina á endurnýjun bílakosts lækna. Valtýr Albertsson þakkaði þann heiður, er sér liafði verið sýndur með kosningu sinni sem formanns L. I. Læknafé- lagið þyrfti að fá upplýsingar um bíla héraðslækna. Taldi, að það sem fengizt Iiefði af bílum í sumar, væri að þakka dugnaði formanns L. R. Siðan frestaði fundarstjóri próf. Jón Steffensen afgreiðslu mála til næsta dags. Páll Kolka liéraðslæknir skýrði siðan frá aðalfundi Al- þjóðalæknafelagsins (W.M.A.), en þann fund sat liann sem fulltrúi L. L, ásamt Birni Þor- bjarnarsyni, í New York. Björn gat að vísu ekki mætt nema einu sinni vegna annríkis, þar eð svo margir kandidatar frá spítala hans höfðu verið kall- aðir í herinn. Tveir fulltrúar voru mættir frá hverju landi. A.M.A. bauðst til þess, að borga dvalarkostnað fulltrúa frá löndum, sem áttu í gjaldeyris- örðugleikum. Hin og önnur fé- lög buðu okkur til bádegis- og' kvöldverðar. Fórum við víða, og síðast til West Point, en þar var haldin hersýning fvrir full- trúana. Lagðar voru frain skýrslur um mismunandi fyr- irkomulag á læknisstarfi, svo sem socialiseringa o. fl. Pól- landi og Ungverjalandi vikið burt vegna vangoldinna gjalda. Ethiopiu veitt upptaka. Tillaga frá Jerúsalem, um að banna upptöku Japans og' V. Þýzkalands, felld. M. a. var tryggingarlöggjöf íslands lögð fram. Skýrslur um hvaða lyf væru fáanleg í hverju landi. Á íslandi fást öll lyf nema antimalaria. 'Ýmislegt var gert til samræmis og kynningar. Fundi frestað til kl. 8.30. Fundur settur kl. 8.45.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.