Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 14
92 LÆKNABLAÐH) taxti. 1933 er einungis um breytingu á taxta að ræða. Dr Helga Tómassyni fannst sjálfsagt að félagið ætti að standa að málshöfðun, þar eð liinn siðferðilegi styrkur, sem í því fælist, væri mikilsvirði. Hins vegar ætti félagið að á- skilja sér rétt til þess að velja lögfræðing. Ef félagið stæði ekki 100% með þessu, gæti það ekki heitið stétlarfélag. (Lófa- tak). Páll Kolka sagði að trygging- arstofnunin hefði sjálf samið við sérstaka lækna í kaupstöð- um, en náð sér niðri á héraðs- læknum í sveitum, þar sem langsamlega lægsti taxti gild- ir á öllu landinu. Esra Pétursson taldi að þar eð tryggingastofnunin hefði sjálf sýnt fordæmið og samið um taxtahækkun við L. R. og ýmsa lækna í kaupstöðunum, þá gæti hún varla staðið sig við það að höfða mál út af sama athæfi. Kristinn Stefánsson sagði að þegar L. R. hefði samþvkkt sinn taxta, hefði liann verið viðurkenndur fyrst af samlag- inu, en ekki af ríkinu. Tillagan var siðan samþykkt samhljóða. Fulltrúar svæðafélaganna báru fram svohljóðandi til- lögu: „Læknaþing 1951 átelur harðlega tregðu gjaldeyrisyfir- valda við það, að veita nauð- svnleg leyfi til heilbrigðisstofn- ana svo sem byg'gingu nýrra sjúkrahúsa, heilsuverndar- stöðva o. s. frv.“ Samþykkt samliljóða. Sömu aðilar báru fram þessa tillögu: „Læknaþing 1951 skorar á stjórn L. í. að vinna að því, í samstarfi við landlækni. að samræma liúsaleigu læknisbú- staða með hbðsjón af þeirri leigu, sem greidd er eftir em- bættishústaði annarra stétta.“ Samþykkt samhljóða. Páll Kolka bar fram svo- hljóðandi tillögu: „Læknaþing 1951 felur stjórn L. í. að taka upp almennings- fræðslu, um heilbrigðismál, um samvinnu við heilbrigðis- stjórn, tryggingarstofnun rik- isins og almenning um ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir á sviði heilbrigðismálanna og um almenna fræðslu um sam- skipti lækna og sjúklinga.“ Valtýr Albertsson fór fram á það, að fá yfirlýsingu fund- arins um það, að félagsmenn fylktu sér allir mjög fast um tillögur sínar, þannig, að t. d. héraðslæknar myndu jafnvel ganga svo langt að segja af sér til þess að knýja fram leiðrétt- ingu á taxtamálinu. Dr. Helgi Tómasson bar fram svohlj. dagskrártillögu: „í trausti þess að stjórnin hagnýti sér þær ábendingar sem í tillögunni felast, eftir því

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.