Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 6
84 LÆKNABLAÐIÐ skurðl. voru í meiri vafa. Ég var aft- ur á móti mjög harður á greining- unni appendicitis, svo ]iað varð úr, að drengurinn var opnaður. Það sýndi sig þá, að appendix var eðli- legur, en stórir mesenterial-eitlar fundust. Drengurinn hafði hita i nokkra daga, en batnaði svo fljótt. Bar nú ekkert á honum, en fi mán- uðum siðar fær hann mjög svipað kast (þó ekki hita) og nú athugaði ég þvag, og var acetone í því. Síðan hefir ekkert á honum borið. Hvort fyrra kastið var acetonemisk upp- sata, veit ég ekki, þá athugaði ég það ekki, en ekki tel ég það ósenni- legt. Ég vil geta þess, í sambandi við mesenterial-eitlana, að við krufn- ingu á börnum, sem dáið hafa úr þessum sjúkdómi, finnst oft hyper- plasia á lymphoid vef. 2. Stúlka, 4 ára. Ekki mjög svæs- in uppsala, en ákafir periodiskir verkir. Þrátt fyrir venjulega með- ferð hættu verkirnir ekki og barnið svaf ekkert i 2 sólarhinga, en þá var acetone horfið úr þvagi og upp- sala hætt. Ég var þvi hræddur um invagination. Fékk skurðlækni til að atliuga barnið með mér og kom okkur saman um að taka Röntgen- mynd. Á mynd, eftir innhellingu, sást ekki invagination. Barnið var lagt í sjúkrahús i 2—3 sólarhringa, og bar ekkert á þvi, svaf eðlilega og kvartaði ekki. Útskrifaðist heilbrigt. En þcgar heim kemur, byrjar sama sagan aftur, kvartar um vcrki og vill kasta sér út úr rúminu, svo að það þurfti fasta gæzlu. Acetone var ekki í þvagi. Þetta barn var í fóstri hjá frænku sinni, en foreldrar þess voru i sigl- ingu. — Öll fjölskyldan stóð á önd- inni útaf sjúkdómnum og skiptist á allan sólarhringinn að gæta þess, að barnið henti sér ekki úr rúminu. Barnið varð hrætt og órólegt, vegna hins „nervösa" umhverfis, og hélt áfram að kvarta, eftir að sjúkd. var batnaður. Þegar ég leiddi fólkinu fyrir sjónir hvað um væri að vera og Iét eina rólega konu sitja hjá barninu, en rak alla aðra út, batnaði því þegar i stað og hefir ekki borið á neinu siðan. 3. Drengur, 2 ára. Periodisk verkjaköst í kvið, köstin slóðu 1—2 mínútur og 5—20 minútur á milli kasta. Drengurinn var alveg frísk- ur á milli, engin ógleði eða uppsala, matarlyst léleg, og vildi ekki drekka. Engin obj. einkenni, kviður alveg mjúkur. Ég sá þetta barn á öðrum sólarhring. Hafði hann þó mikið acetone í þvagi. Næstu 2 sólarhringa hafði barnið verki, en þeir fóru smá minnkandi og hurfu alveg eftir það. 4. Stúlka, 4 ára. Verkir i kviðar- holi og.mikil uppsala. Ég fylgdist með henni og bjóst við að hún myndi lagast eins og venjan er, á 3. degi, en þegar einkenni versnuðu heldur, tók ég hana á spítala. Hún var ekki þungt haldin, en byrjuð a'ð þorna. Fyrst gekk allt vel og liún svaf vært, en þegar leið á kvöldið, fór hún að kúgast og' þornaði nú óðfluga, þrátt fyrir saltvatn undir húð og rectalt. Hiti fór hækkandi. Morguninn efti’r ákvað ég að gefa blóð, og fékk hún 250—300 ml. — Þá brá alveg við, hún kastaði aklrei upp eftir það, fór að drekka og svaf vært. Útskrifaðist heilbrigð eftir viku. Mánuði síðar fékk hún aftur kast, sem stóð í 3 daga, en var ekki slæmt. Þessi dæmi ætla ég að láta nægja. Þau sýna flestar hliðar á þessum sjúkdómi, sem ég hefi rekizt á, en sjálfsagt getur hann hirzt í fleiri undarlegum myndum. — Þau hörn, sem ég hefi séð með þennan sjúkdóm,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.