Læknablaðið - 01.03.1952, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐID
GEFIÐ ÚT AF LÆIÍNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS
SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON.
36. árg. Reykjavík 1952 7. tbí. I
Frá St. Joseps spítalanum í Reykjavík.
LOBOTOMIA
£ptir ^Aljre^ Cjíilaion, tféjarna Oclcliion ocj OCriitján j^ori/arÉnon.
1. Almennt yfirlit.
Egas Moniz er upphafsmaður-
inn að heilaaðgerðum- á geð-
sjúklingum. Hóf hann þær árið
1935 og birti fyrstu skýrslur
sínar árið eftir. Þá strax var
farið að framkvæma aðgerðirn-
ar í Bandaríkjunum, en annars
staðar ekki teljandi fyrr en
nokkrum árum síðar. Nú munu
geðsjúklingar þeir, er fengið
hafa þessa meðferð skipta þús-
undum víðsvegar um heim, svo
að nokkur reynsla er þegar
fengin.
Frontal lobotomi er þessi að-
gerð tíðast nefnd, og verður
henni nánar lýst hér á eftir.
Hún er gerð á lobi frontales,
þeim hlutunum, sem liggja fvr-
ir framan hreyfistöðvarnar í
heilaberkinum. Aðferðir eru
mismunandi, enda hafa menn
verið að leita fyrir sér að þeirri
beztu. Ein er fólgin í því, að
nema burtu hluta af cortex
(topectomi, lobectomi), önnur
er sú að sundra taugabrautum
subcorticalt (leucotomi) og
jnáðja að skadda hluta af
thalamus (thalamotomi). I stór-
um dráttum má segja að verkan
sé svipuð, hver aðferðin sem
notuð er. Þó gætir þar nokkurra
blæbrigða, sem ekki þykir taka
að fjölyrða um hér.
Menn höfðu lengi vitað, að
fremri hluti lobus frontalis væri
tiltölulega „kyrrlátt“ svæði, að
erting eða sköddun hans leiddi
ekki til áberandi einkenna.
Æxli í lobus frontalis 'segja
seint til sín, og mörg eru dæmi
þess, að menn hafi lifað góðu
lífi eftir alvarlega áverka á
þennan hluta heilans. Hið sama
höfðu dýratilraunir sýnt. Þau
einkenni, sem helzt verður varl,
eru geðræns eðlis og minna
mest á létta mania. Þcssa og
þvilíka reynslu hefir Moniz
haft við að styðjast, er hann