Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1952, Side 9

Læknablaðið - 15.06.1952, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 149 á öndunina og tachypnoea er mjög algeng, grunn og allt upp í 50 á mínútu þegar deyfing er orðin fullkomin. Ef svo mikið kveður að þessu, verður að hætta við deyfinguna. í ein- staka tilfellum getur þó orðið nær fullkomin stöðvun á önd- un, án þess að um nokkra tac- hycardia hafi verið að ræða, og verður þá einnig að hætta svæf- ingunni. Ef öndunin verður mjög ör, svo að liætta verði að gefa svæfinguna, er það oft að deyfingin heldur áfram góða stund. Það verður nær engin erting á slímhúð öndunarfær- anna, og ekki heldur aukið munnvatnsrennsli eða slím. Styrkleikinn, sem brúkaður er við svæfingu, er 0.65% i and- rúmslofti. Fyrstu áhrif Tri- lene á lieilann er analgesi og siðan meðvitundarleysi, sem þó líður fljótt úr aftur ef litið magn hefir verið gefið. Það kemur dofatilfinning i andlit, hársvörð og stundum i útlimi, og stundum svimi. Vitað er, að stundum kemur fyrir slöppun á heilataugum, en það er ekki talið hafa átt sér stað, nema ef brúkað er óhreint trichlorethy- lene, eins ef efnið kemst i sam- band við kalksambönd, og or- sakast þá þessi taugaslöppun af dichloracethylene. Tri- lene herst gegnum slímliúð öndunarfæranna, eða um 72% af loftblöndunni. Meginið af efninu herst aftur úr líkaman- um gegnum lungun með útönd- un, og aðeins lítill hluti gegn- um nýrun sem acid. trichlor- aceticum. Það berst fljótt út úr líkamanum eftir fljóta og sterka gjöf, en seint ef það hef- ir verið gefið lengi og áfram- haldandi. Trichloraethylene likist chloroformi að áhrifum, en er þó ekki eins sterkt og eitrað, og er bilið milli deyðandi skammts og deyfingaráhrifa miklu lengra. Þrátt fyrir margt sameiginlegt við chloroform, þá er hverfandi litil hætta á lifrarskemmdum, og telja fram leiðendur Trilene’ s enga sönnun hafa verið leidda að því, að slíkt hafi átt sér stað. Á samanburði við æther hafa verið færðar sönnur á að lifrar- skemmdir eru minni, enda jafna sig alveg eftir bæði þessi iyf- Ef Trilene er vel gefið, þá jafnar sjúklingurinn sig full- komlega eftir nokkrar mínútur og nær alveg sínum mætti, þó komið geti fyrir smávegis svimi og rugl. Höfuðverkur, ógleði og uppköst eru mjög sjaldgæf, og höfum við aldrei rekizt á þrálát tilfelli. Lungnakvillar virðast ekkert versna, og við höfum ekki tekið eftir neinum fylgikvillum í lungum. Það get- ur komið fyrir smávegis al- huminuria og acetonuria, sem þá hverfur fljótt aftur. Anal- gesia, þ. e. fullkomið tilfinn-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.