Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 10
150 LÆKN ABLAÐIÐ ingaleysi án þess að missa með- vitund, er óvenjulega langvar- andi, og er ekki talið að annað lyf gefi auðveldar, fljótlegar eða fullkomnari analgesiu. Mér hefir fundizt það vera ein- stakt hvað þessu viðvíkur af þeim lyfjum, sem ég hefi haft kynni af. Konurnar remhast svo eðlilega og láta vel að stjórn, enda yfirleitt með fullri meðvitund og notast hriðirnar til fullnustu. Þetta gildir hæði um frumbyrjur og fjölbyrjur og i langflestum tilfellum reynist deyfingin ágætlega. Einstaka konur dofna lítið og' eru það fremur fjölbyrjur, sem hafa harða sótt og fæðingu nuð- ar fljótt, svo að höfuðið ryðst niður og fæðist í nokkrum hríðum. I þeim tilfellum er gefið chloroform, sem þá er líka það hezta sem lmgsazt get- ur. Ef byrjað er að gefa deyf- ingu of snemma, verða konurn- ar stundum fremur órólegar, og vilja eins og yfirleitt við deyf- ingar, missa viðnám við sárs- aukanum, þolinmæðin brestur og verða þess vegna erfiðari viðureignar. Einstaka kona hefur fengið mjög hraða öndun og þykir deyfingin þá óviðfeld- in, og höfum við þá hætt við þessa deyfingu. Trilene-svæfingarnar notum við í öllum eðlilegum fæðing- um, og eru þær komnar á þriðja þúsund. Eftir þvi sem reynslan varð meiri fórum við líka að hrúka þessar svæfingar við sitjandafæðingar, og reyn- ast þær lika nægilegar i þeim tilfellum. Á öllum frumhyrj- um eru þá gerðar „episiotomi- ur“, og þá hyrjað með því að staðdeyfa spöngina og síðan er klippt fyrir; annars, ef með þarf, eins ef fæðing að öðru leyti er eðlileg, gerum við oft episiotomiur i Trilene-devf- ingu. Okkur hefir ekki reynzt neitt frekar koma blæðingar milli harns og fylgju, né held- ur að fylgjufæðingu seinki við þessar deyfingar. Ef aðeins er um smárifur í spöngina að ræða, sem ekki þarf að sauma nema með tveimur til þremur saumum, þá nægir deyfingin líka vel. Vegna þess, hve sjúklingur- inn slappar lítið vöðvana, er ekki hægt að brúka Trilene- svæfingu til þeirra aðgerða, er þurfa fullkominnar slöppunar með, hins vegar höfum við stundum skorið í brjóstamein í þessum svæfingum með ágæt- um árangri. Aðgerðir á ígerð- um eru, eins og kunnugt er, með því sárasta sem til er, en ég man eftir einni konu sér- staklega, sem hafði óvenjulega mikla ígerð og sem sofnaði full- komlega, og fann ekkert til á meðan verið var að skera stór- an skurð og síðan var farið með fingur vel um allt ígerðar- holið og rifin sundur skilrúm.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.