Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1953, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.05.1953, Blaðsíða 13
LÆKN ABLAÐIÐ 137 í húsdýrum (svínum, hænsn- um, sauðfé og nautgripum) munu hafa reynzt fuglaherkl- ar (tj’p. avium), þá sjaldan stofngreining hefur verið gerð. Hér á landi ætti því lítið að vera að óttast berklasmit frá húsdýrum, enda þótt fáeinir höfundar hafi lýst berklaveiki i mönnum af völdum fugla- lærkla (typ. avium). Brucellosis: Einkum var rætt um samræmingu á aðferðum, sem notaðar eru til greining- ar á þessum sjúkdómi og fram- leiöslu á sem fullkomnustu hóluefni gegn honum. Bæði at- riðin liafa grundvallarþýðingu fyrir útrýmingu sjúkdómsins úr húsdýrastofninum, en það er aftur skilyrði þess, að árang- ur náist við útrýmingu hans hjá mönnum, þar sem ýmis hinna nýrri lvfja, t. d. terra- mycin og aureoinycin hafa ekki gefið eins góða raun og í fyrstu var álitið. I Noregi hefur sjúk- dómi þessum verið útrýmt að fullu úr nautgripastofninum og í Danmörku er útrýming hans vel á veg komin. Hér á iandi hefur verið gerð nokkur ieit að hrucellosis í nautgripum, (1), en sú leit hefur orðið nei- kvæð. Q-fever: Sjúkdómur þessi er mjög útbreiddur. Eftir að farið var að gera skipulagshundna leit að Q-fever, hefur hann fundizt í flestum löndum álf- unnar nema Norðurlöndunum. Sýkill sá, sem sjúkdómnum veldur, coxiella Burnetii, hefur fundizt i maurum og ýmsum tegundum húsdýra, einkum þó geitum og nautgripum. Virðist sjúkdómurinn aðallega herasl frá þessum dýrum til manna. Oftast mun um beina smitun að ræða, en þó getur sjúkdóm- urinn horizt með mjólk, jafn- vel mjólk, sem gerilsneydd hefur verið á venjulegan hált. Húsdýr geta horið með sér sjúkdóminn, án þess að sýna nokkur sjúkdómseinkenni. — Einnig hefur verið sýnt fram á, að fuglar geta horið sjúk- dóminn landa á milli. Enn er þó margt á huldu um, hvernig sjúkdómurinn herst frá dýrum til manna, sýkingar á rann- sóknastofum eru algengar, þar sem gerðar eru dýra-til- raunir með sjúkdóminn. Sýk- ing frá manni til manns er enn óstaðfest. Sjúkdóminn er ha'gt að greina með agglutinations og komplement-bindings próf- um. Einnig liafa verið notuð húðpróf með sérstöku antigeni. Lítil leit hefur verið gerð að Q-fever hérlendis enn sem komið er og ekki er vitað, að hann hafi fundizt hér. Hins vegar gæti hann borizt liingað, þar sem úthreiðsla lians er mik- il og smitleiðir virðast margar. Um sjúkdóm þennan hefur ver- ið ritað í Læknablaðið (2). Leptospirosis: Af þessum sjúkdómsflokki mun læknum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.