Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1953, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.1953, Blaðsíða 14
l.*58 LÆKNABLAÐIÐ kunnastur liinn svonefndi Weils-sjúkdómur, en í Evrópu Iiafa fundizt að minnsta kosti 12 tegundir af leptospira, sem valdið geta svipuðum sjúkdóm- um í mönnum. Sýklar þessir finnast einkum í rottum og músum, en gela einnig fundizt hjá flestum húsdýrum. Oftast mun fólk smitast af óhreinu vatni (skolpleiðsluvatni) eða matvælum, sem sóttmengazt lmfa af saur eða þvagi sjúkra dýra. Sjaldnast mun sýking eiga sér stað beint frá dýrun- um sjálfum. Fólki, sem vinnur að viðgerðum, hreinsun á skolpleiðslum o. þ. h., er því eðlilega hættast við smitun. Þá liafa sýkingar og verið raktar til þess, að fólk hefur baðað sig eða jafnvel aðeins dottið í sóttmengaðar ár eða vötn. Eins og kunnugt er, er agglutinat- ionspróf þýðingarmest við rannsóknir á útbreiðslu sjúk- dómsins. Penicillin hefur reynzt allvel gegn Leptospirosis. Ekki er vitað, að sjúkdómur þessi hafi verið staðfestur í mönn- um hér á landi. Hins vegar hafa leptospirur fundizt liér bæði í rottum (3),refum (4) ogmink- um og er því full ástæða lil ]>ess að hafa gát á þessuin sjúk- dómi. Rabies: Hundaæði er enn furðuútbreitt í mörgum lönd- um Evrópu, einkum mið- og austurhluta álfunnar og virð- ist haldast við í villtum dýrum. Unnið er af kappi að því, að fullkomna aðferðir til varnar sjúkdómi þessum. Bóluefni er nú framleitt úr veiru (virus), sem vaxið hefur í unguðum hænueggjum. Bóluefni þetta hefur enn sem komið er mest verið notað til bólusetningar á hundum, og hafa ekki komið í ljós lamanir við notkun þessa hóluefnis, eins og stundum átli sér stað eftir gamla bóluefnið. En heilavefur var notaður við framleiðslu þess, og gat það því valdið demyelinization og löm- unum. Nýlega hefur fundizt ör- ugg aðferð til að mæla styrk- leika hóluefnisins, og eru mýs nolaðar við mælingarnar. Slík- ar mælingar eru nauðsynlegar til þess að ganga úr skugga um, hvort bóluefnið sé nothæft. Áð- ur en styrkleika mælingar voru leknar upp, hefur vafalaust mikið af því bóluefni, sem not- að var, verið gagnslaust. Álitið er, að liundaæði hafi horizt hingað til lands 1765— 66, var það á Austfjörðum. — Sjúkdómurinn náði ekki veru- legri úthreiðslu, en mun þó hafa orðið nokkrum mönnum að hana. Hundar þar eystra eyddust með öllu og einnig drapst nokkuð afbúpeningi(S). Hundar eru öðru hverju fluttir hingað til lands og stundum fylgja þeim vottorð um, að þeir hafi verið bólu- settir gegn lnmdaæði. Slík vott- orð eru því lítilsvirði nema

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.