Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1953, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.05.1953, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 139 jafnframt sé sannað, að notað liafi verið lióluefni, sem áður liefur verið styrkleikamælt á réttan hátt. Á námskeiðinu var upplýst, að meðgöngutími hundaæðis í liundum væri í sumum tilfellum lengri en eitt ár. Er þetta bending um að gæta heri fyllstu varúðar við, að erlendir hundar sleppi hér á land, t. d. skipshundar. Eng- in lækning er til, sem að haldi kemur, eftir að sjúkdómurinn liefur brotizt út. Námskeiðið, sem stóð yfir eina viku, fór fram í salakynn- um heilsufræðideildar Háskól- ans i Vín. Störfum var hagað þannig, að fyrst fluttu færuslu sérfræðingar erindi um þá sjúkdóma, sem á dagskrá voru. Síðan voru frjálsar umræður, þar sem allir þátttakendur gátu komið fram með sín eigin sjónarmið, skýrt frá reynslu i sínu heimalandi og borið fram spurningar um sérstök vanda- mál. Jafnframt var á rann- sóknastofum læknaskólans lögð mikil áherzla á að sýna þær vinnustofuaðferðir, sem nú eru taldar beztar við grein- ingu sjúkdómanna og fram- leiðslu bóluefnis. Sá þáttur tók megintimann, enda flestar sýninganna með ágætum. Þvk- ir hins vegar ekki ástæða til þess að rekja þá hlið málsins hér. Að lokum viljum við þakka Vil- mundi Jónssyni, landlækni, aila fyr- irgreiðslu og velvild við undirbún- ing þátttöku okkar í námskeiði þessu, sem var bæði fræðilega og tæknilega hið fróðlegasta á allan hátt. P á 11 A. P á 1 s s o n dýralæknir. Arinbjörn K o 1 b e i n s so n læknir. Heimildarrit: 1. Björn Sigurðsson. Agglutinin gegn Brucella abortus í blóði úr íslenzkum kúm. Læknablaðið 32. árg., bls. 30—33. 2. Björn Sigurðsson. Q-fever. Læknablaðið 35. árg., bls. 158 —159. 3. Björn Sigurðsson, Páll Sigurðs- son. Leptospira icteroliæmorr- hagie í reykviskum rottum. Læknablaðið 35. árg., bls 90—92. 4. Guðmundur Gíslason. Weilsgula. Læknablaðið 29. árg., bls. 111— 117. 5. Vilmundur Jónsson. Heilbrigðis- skýrslur 1947. Námskeið í heilbrigðisfræðslu. Námskeið i heilbrigðisfræðslu (liealth education) verður lialdið i Englandi, Royal Holloway College nálægt Royal Castle of Windsor, dagana 10.—20. ágúst 1953. Nám- skeiðið er ætlað héraðs- eða embætt- islæknum, hjúkrunarkonum, ljós- mæðrum og ýmsum heilbrigðis- starfsmönnum. Þátttökugjald og dvalarkostnaður á námskeiðinu er £16 16s. Od. Bréf og bæklingur með nánari upplýsingum er hjá ritstj. Lækna- blaðsins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.