Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1953, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.05.1953, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 37. árg. Reykjavík 1953 9. tbl. ~ Um blódrannsóknii* í nýfæddum börnum Blóðmælingar. Talning rauðra blóðkorna. Talning livítra blóðfruma og flokkun þeirra. Eftir Haldu Sveinsson. Þessar rannsóknir voru gerð- ar á Fæðingardeild Landsspít- alans og voru alls rannsökuð 21 barn, eins til átta daga göm- ul. Til rannsóknarinnar voru valin hraust, fullburða börn, 10 stúlkur og 11 drengir. Fæð- ingarþvngd þeirra var 3100 —3900 grömm. — Mæður þessara barna kenndu sér einskis meins, hvorki um meðgöngutimann né eftir fæð- ingu, samkvæmt skýrslum Fæðingardeildarinnar. Fæðing- ar voru eðlilegar. Var bundið fyrir naflastreng tafarlaust, að jafnaði ekki seinna en 2—3 mínútum eftir fæðingu. Blóð var tekið úr hverju barni á 1., 2., 3., 5. og 8. degi, ávallt á sama tíma dags, kl. 9—12 fyrir há- degi, og rannsakað strax á eft- ir. Fyrsta blóðtakan fór fram 6—8 klst. eftir fæðingu. Blóðið var tekið á þann hátt að skor- ið var í hæl á barninu með vel- beittum hníf, eftir að fætinum liafði verið haldið niðri í heitu vatni litla stund. Á þann hátt rann blóðið greitt og óhindrað. Mótstorknunarefni (anticoagu- lantia) var ekki notað. Mælt var hæmoglobinmagn blóðsins, gerð talning á rauðum blóð- kornum, hvítar blóðfrumur taldar og flokkaðar. Blóðmælingar voru gerðar með Hellige blóðmæli, sem leiðréttur var á Rannsóknar- stofu Háskólans Iijá próf. J. Steffensen, og var miðað við Haldanesstandard, 100% Hb = 13,8 g% = 18,5 vol. % 02. Rauðu og hvítu blóðkornin voru talin á „Bright-Line im- proved Neubauer“ talninga- gleri, og var talið i 10 litlum reitum (0,4 mm2) af þeim

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.