Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1955, Page 13

Læknablaðið - 01.02.1955, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 5 tilfelli „the hidden group“ og fann sá höfundur meðal 264 perforationssjúklinga 22 slik tilfelli eða um 8%. Vér skulum nú athuga lítil- lega röksemdir þeirra lækna, er hallast að lyflæknismeðferð- inni. 1) Þegar 1892 henti enski læknirinn W. Hall á þá stað- reynd, að acut perforation get- ur hatnað sjálfkrafa, og Schnizler taldi 1912, að það ætti sér stað í 5 af hundraði allra sprunginna sára. 2) Þegar talað er um sprung- in sár er venjulega átt við per- foratio acuta, en eigi sjaldan er þá um perforatio subacuta að ræða, þ. e. a. s. sárin springa að vísu skyndilega, en aðdrag- andinn hefir verið hægfara, svo að líkaminn er búinn að mynda varnargarð í kring um sárið eða það er hálflímt upp að öðru líffæri, eða opið er svo lítið, að það lokast fljótt fyrir það sjálfkrafa af fibrini eða matarleifum. Þetta hefir verið kölluð perforatio larvata. Þjóð- verjar tala um „gedeckte per- foration“, Frakkar um „formes frustes" o. s. frv. Þessum sjúkl- ingum hatnar oftast sjálfkrafa. Þeir eru þegar á batavegi, er þeir koma i sjúkraliúsin eða hatna fljótt við lvflæknismeð- ferð, og er þá oft efast um, að greining hafi verið rétt. (Ég gat um nokkur slík tilfelli í áð- urnefndri grein í Lbl.). Hins vegar getur acut perforation hráðlega hreytzt í „gedeckte perforation“ eins og þráfald- lega sést við uppskurði. Sumir telja, að í allt að helmingi til- fella sé sárið raunverulega lokað, þegar að er komið, þó sú lokun sé ekki ævinlega ör- ugg- 3) Vitað er að vökvinn i peri- toneum er oftast sóttkveikju- laus (steril) fjæstu 6—8 klst. eftir perforation. Ef þá er unnt að stemma á að ósi, annað hvort með handlækningu eða Ivflæknismeðferð, er lítil liætta á öðru en líkaminn ráði við bólguna í lífhimnunni, ef því meira magn hefir ekki borizt inn í hana. 4) Þegar langt er liðið frá perforation (1—2 sólarhring- ar) og öll lífhimnan er undir- lögð — peritonitis er komin á hátt stig — og sjúklingurinn er þungt haldinn af þeirri ástæðu, eða hann er mjög veiklaður sakir elli eða vegna alvarlegra aukakvilla, telja flestir, að betri árangurs sé að vænta af lvflæknismeðferð, en af upp- skurði og hefir mörgum sjúkl. er koma á sjúkrahúsin in ex- tremis, verið bjargað á þennan hátt. Það gefur einnig auga- leið, að með laparotomi í slík- um tilfellum er ekki unnt að sótthreinsa lífhimnuna, en að meira magainnihald berist út í hana, má að mestu hindra með lvflæknisaðferðinni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.