Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1955, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.02.1955, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 13 lags(manna og gjaldskrá fé- lagsins. Þessar nefndir innan stjórn- arinnar voru starfandi: Samn- inganefnd, launanefnd og gjaldskrárnefnd. Gjaldskrár- nefnd hélt áfram undirbúningi að gjaldskránni og er hún nú að mestu tilbúin til umræðu við S. R. og Tryggingastofnun ríkisins. Viðbótarsamningur við S. Seltj arnarnesshrepps var undirritaður á árinu. Launanefnd stendur nú í samningaumleitunum vegna kandidata, en samningi þeirra hefir verið sagt upp og sam- komulag hefir enn ekki náðzt. Sótt hefir verið um innflutn- ings- og gjaldevrisleyfi fyrir læknabifreiðum á þessu ári. Á þessu ári kom fyrst til framkvæmda breyting á starf- semi félagsins, sem nú starfar sem svæðisfélag innan L. f. FoHmaður skýrði enn frem- ur frá því, að stjórnir L. R. og L. f. hefðu átt sameiginlegan fund 22. febr. og var þar sam- þykkt, að árgjald þeirra félaga L. R., sem greiða x/z félags- gjald, skuli skiptast þannig: 100 kr. til Læknablaðsins, 100 kr. í Ekknasjóð og 100 kr. í húsbyggingarsjóð L. R. Var þetta samþykkt á aðalfundin- um. Þar sem engar uppástungur höfðu komið fram um formann eða ritara, verður áfram sama stj órn: Form. Rergsveinn Ólafsson, gjaldkeri Þórður Þórðarson, ritari Guðm. Eyjólfsson. Kosningar. Fyrst var kosinn 1 með- stjórnandi til 2ja ára og var Ólafur Helgason kosinn. Þá voru kjörnir 3 meðstjórnendur til 3ja ára. Kosningu hlutu: Páll Gíslason, Arinbjörn Kol- beinsson, Eggert Steinþórsson. Stjórn Heilsufræðisjóðs var endurkosin: Helgi Tómasson, Hannes Guðmundsson og Ólaf- ur Helgason. Stjórn L. R. var falið að fara með stjórn Húsbyggingarsjóðs félagsins. Endurskoðendur félagsins voru kosnir: Jón Steffensen og Þórarinn Sveinsson, til vara Rjörgvin Finnsson og Ingólfur Gíslason. Argjaldið samþykkt 600,00 kr. Eftirfarandi tillaga Kristins Stefánssonar var samþykkt: L. R. og L. í. gefi út Lækna- blaðið sameiginlega. Aðalfund- ur L. R. kýs 1 mann i ritstjórn blaðsins, L. f. kýs annan mann í ritstjórnina, en stjórnir beggja félaganna ráða aðalritstjóra. Dr. med Rjarni Jónsson var kosinn i ritstjórnina af hálfu L. R. Útvarps- og blaðanefnd: Elí- as Eyvindsson, Skúli Tborodd- sen og Þórarinn Guðnason voru endurkjörnir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.