Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1955, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.12.1955, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 151 tveir þeirra ekki lyftækir með cliinidini. Hypertensio arlerial- is var talin orsök arhythmiunn- ar hjá 4 sjúklingum, en hjá öðrum 4 var orsökin ókunn. Allir voru sjúklingarnir rann- sakaðir með tilliti lil thyreo- toxicosis og reyndist enginn þeirra hafa þann sjúkdóm. Enginn hafði sjúkdóma í gall- v.egum eða maga, og enginn endocarditis subacuta bacter- ica. Hjartarafrit var t.ekið hjá öllum, hæði á undan og eftir meðferð, og hjá einstaka sjúkl- ingi meðan á meðferð stóð. Leiðslutruflanir í hjarta fund- ust ekki hjá neinum þeirra, sem fengu chinidin. Stærð hjartans var út af fyrir sigekki talin meinbugur á tilraun til chinidin meðferðar, nema því aðeins að v. framhóif væri að mun stækkað. Allir fengu digi- talis fyrir chinidin meðferð. lengur eða skemur, og fór það eftir því hvort um hjartaveikl- un var að ræða eða ekki. Var hætt við digitalis 3—1 dögum áður en chinidin meðferðin hófst. Skammtar voru þannig: Að kveldi var gefinn prófskammt- ur, 20 cg. af tabl. chinidini sulf. Ef ekki fundust einkenni frá liúð næsta morgun, þá var gef- ið 40 cg. annan hvern tíma frá kl. 9—7, þ. e. 2,4 gr. alls. Ef arhythmian hafði ekki látið undan næsta morgun, var sami skammtur gefinn þann dag, og síðan 50 cgX*> þriðja og fjórða dag og 00 cgX’Oí fimmta og sjötta dag, ef með þurfti. Leng- ur var lyfið aldrei reynt. Góð gát var höfð á sjúklingunum á meðan á meðferð stóð, varð ekki vart við alvarlegar auka- verkanir hjá neinum. Iiætta varð meðferð á einum sjúkl- ing vegna hraðsláttar og auka- slaga, hjá öðrum varð vart við aukaslög á 5. degi meðferðar og var henni þá hætt, tveir kvölrtuðu um flökurleika og suðu fyrir eyrum. Tveir sjúkl- inganna, háðir með stenosis mitralis, höfðu fengið embolia fyrir chinidin meðferð, annar emholia cerebri, en hinn em- bolia pulmonis. Emboli ein- kenna varð ekki vart hjá nein- um meðan á meðíerð stóð, og hefur ekki orðið vart síðan. Þeir sjúklingar, sem voru út- skrifaðir með sinusrythmus, voru látnir nota lyfið áfram, en í minni skömmtum, hefur þessi viðhaldsskammtur verið £0—40 cgx4 á sólarhring. Uni árangurinn af meðferð- inni er þetta að segja: Sinus- rhythmus náðist hjá 11 sjúkl- ingum af 13, sem fengu chini- din meðferð vegna arhytlnnia perpetua. Þessir 11 sjúklingar liafa notað lvfið síðan án ó- þæginda. Fylgzt liefur verið með 7 þeirra frá 10—19 mán- uði og hafa þeir allir regluleg- an hjartslátt, sinusrhythmus

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.