Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1956, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.06.1956, Qupperneq 6
34 LÆKNABLAÐIÐ + S H'Tlt Y4.4. II' KAIBrW — IN MEMDRIAM — Sigtryggur Kaldan, læknir í Helsingjaeyri, lézt að heimili sínu þann 5. marz, 66 ára að aldri. Banamein hans var talið hægfara heilablæðing. Sigtryggur Eiríksson, en svo hét hann unz hann tók sér ætt- ist hann ekki nema nokkurn hluta þess tíma í sjúkrahúsi, en heima naut hann umönnunar konu sinnar, Edith Bracken Black. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en einn kjörsonur lifir Friðrik. Áður hafði hann verið kvæntur danskri konu, Inger Dorothea Bentsen, en þau skildu eftir nokkurra ára barn- laust hjónaband. Mér er enn í minni, er ég hitti Friðrik í fyrsta sinn. Hann var eldri en ég og lengra kom- inn á námsbrautinni, og í þeim glaða flokki, sem hann fyllti þetta kvöld, var hann svo sann- arlega hrókur alls fagnaðar. Hann leiftraði af fjöri og fyndni, óþvingaður og frjáls í gáska sínum, eða svo virtist mér þá. Síðar kynntist ég öðrum hliðum á skapgerð hans og kynntist ég honum þó aldrei ná- ið, þrátt fyrir nokkurn veginn daglegar samvistir um langa arnafnið Kaldan, var fæddur í Melshúsum við Suðurgötu í Reykjavík þann 10. júní 1889. Foreldrar hans voru Margrét Guðmundsdóttir, bónda í Tungu í Svínadal í Borgarfirði, Helga- sonar og Eiríkur Þorkelsson hríð. Ég hygg, að skap hans hafi verið heldur erfitt, þótt hann flíkaði því ekki að jafnaði, og trúa mín er sú, að bak við ró- legt fas og prúða framkomu hversdagslega hafi búið heitar tilfinningar. Hann var gæddur liprum og skemmtilegum gáf- um og stundaði námið vel, þótt ekkert væri honum fjær en ger- ast þræll þess. Skoðanir hans á mönnum og málefnum fóru sjaldnast troðnar slóðir, og tæki hann afstöðu, sat hann við keip- inn sinn á hverju sem gekk. Sárt má fóstra vor sakna góðra drengja, sem hverfa henni í iðu stórþjóðanna. Hitt er þó enn meira harmsefni, þegar dauðinn hrifsar slyngan mann í blóma lífsins, svo að enginn fær notið þeirra krafta, sem þjálfaðir höfðu verið til vanda- verka. Þórarinn Gu'ðnason.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.