Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1956, Qupperneq 7

Læknablaðið - 01.06.1956, Qupperneq 7
læknablaðið 35 sjómaður, skaftfellskur að ætt. Sigtryggur þótti efnilegur námsmaður þegar í barnaskóla og var því settur í Menntaskóla Reykjavíkur, þótt efni væru lít- il, eins og þá var títt um al- þýðu manna. Á Menntaskóla- árunum iðkaði hann talsvert í- þróttir, einkum sund og varð sigurvegari í fyrsta Islendings- sundinu 1909. Stúdent varð hann í júní 1910 og sigldi samsumars til Dan- merkur og tók að lesa læknis- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla þá um haustið. Kandídat þaðan varð hann í júní 1917 með 1. einkunn (217 stig) og kvænt- ist um haustið fyrri konu sinni Louise Henna, dóttur Pauls Augusts greifa von Holck-. — Næstu 2 árin var hann við framhaldsnám, bæði sem kandí- dat og aðstoðarlæknir í Faxe-, Eyrarsunds- og Árósasjúkra- húsum og enn eitt ár var hann í staðgengilsstöðum, en í marz 1920 settist hann að í Helsingja- eyri sem starfandi læknir og bjó þar og gegndi læknisstörfum meðan líf og kraftar entust. Talið er að hann hafi haft mestan einstaklings-praxís í allri Danmörku, utan Kaup- mannahafnar. Hann starfaði þannig, auk almennra lækninga, við 3 elliheimili, við hina miklu skipasmíðastöð Helsingjaeyrar, við baðhótelið Marienlyst og í viðlögum við Monte-Bello hælið og loks var hann trúnaðarlæknir sjálenzku járnbrautanna. -— Starfssvið hans náði þó út fyrir Helsingjaeyri, hann var mikið sóttur í flest þorp og bæi á norðurströnd Sjálands. Tryggvi, en svo var hann jafnan nefndur í daglegu tali, var því einkar öt- ull afkastamikill læknir, en fylgdist þó ótrúlega vel með öll- um nýjungum í faginu þrátt fyrir allar annirnar. Hann á- vann sér traust og hylli sjúk- linga sinna, hann var einnig vinur þeirra og trúnaðarmaður, en einkum þótti honum takast vel að umgangast og lækna taugaveiklað fólk. Sigtryggur Kaldan var hár maður vexti, beinvaxinn, fríður sýnum, gáfulegur og einbeittur á svip og mjög áberandi per- sónuleiki. Hann unni mjög lestri fagurra bókmennta, enda

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.