Bændablaðið - 06.06.2013, Page 4

Bændablaðið - 06.06.2013, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 20134 Fréttir Tún á Norðurlandi eru víða mjög illa farin af kali. „Mér var mjög brugðið hvað skemmdirnar eru miklar. Tún eru gjörónýt á stóru svæði. Ég hef svo sem ekki mikla upplifun af kali eða reynslu af að skoða slík tún en þetta er það versta sem ég hef séð,“ sagði Haraldur Benediktsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður Bænda- samtaka Íslands. Haraldur var að kynna sér ástandið á Norðurlandi ásamt Einari Kristni Guðfinnssyni alþingismanni, Eiríki Loftssyni, rauðunauti í nautgriparækt og jarðrækt, og Eiríki Blöndal, framkvæmdastjóra BÍ. „Þarna eru yfirleitt nýjustu og bestu túnin farin og þá tún sem bændur hafa treyst á til að gefa sér besta kúafóðrið í sumar. Gömlu túnin standa þetta mun betur af sér. Þar eru túngrösin þolnari en nýræktin og sum þeirra túna eru í meiri halla. Mér sýnist á viðræðum við menn og því sem við sáum þarna að um mun meira tjón sé að ræða en við sáum í eldgosunum á Suðurlandi. Fyrir norðan þarf að endurvinna tún í stórum stíl.“ Haraldur telur að nú sé ekki um annað að ræða en að setja í gang verkefnastjórn til að ná utan um tjónið. „Ég er líka sannfærður um að um þetta þurfi að láta gilda sérreglur í Bjargráðasjóði, sem fái þá stuðning hjá ríkinu til að ráða við verkefnið. Fyrrverandi ríkisstjórn gerði mjög vel varðandi tjónin sem urðu af eldgosunum og það myndaðist samstaða á Alþingi um þau viðbrögð. Að mínu mati er ástandið nú á sama veg. Það þarf skilning og samstöðu um að bregðast við þessu með bændum. Í framhaldi af því myndi ég vilja að bændur tækju aftur upp umræðuna um framtíð Bjargráðasjóðs. Ég held að síðustu ár hafi sannað það að við verðum að eiga stóráfallasjóð sem stendur undir nafni. Síðan er það hluti af umræðunni um matvælaöryggið að skilgreina þau öryggismörk sem hvert bú þarf að hafa varðandi hey og annað. Þarna er það náttúran sem veldur miklum búsifjum og ég get ekki séð að hægt sé að leggja það eingöngu á herðar bænda að vinna sig út úr því. Þeir geta það ekki óstuddir. Bændur eru auðvitað misjafnlega settir en eftir að fá ítrekuð áföll er þetta orðið verulega íþyngjandi. Fyrst voru það þurrkar í fyrrasumar, þá vond veður í haust og harður og langur vetur í kjölfarið. Síðan bætist það við að kaupa þurfti mikið af heyi þar sem fyrningar voru búnar. Nú koma bændur inn í þetta sumar og horfandi fram á uppskerubrest vegna ónýtra túna.“ Segir Haraldur að auðvitað reyni bændur að þrauka þótt á móti blási en ástandið nú sé um margt verra en á kalárunum fyrir 1970 vegna stærðar búanna og færra fólks í sveitum. Þá sé skuldsetning yfirleitt meiri og búskapurinn viðkvæmari fyrir svona stóráföllum eftir drapra afkomu undanfarin ár. /HKr. Þetta er það versta sem ég hef séð – segir Haraldur Benediktsson, fyrrverandi formaður BÍ Samverustund í Hörgársveit: Engin launung að ástandið leggst þungt á marga „Langur og erfiður vetur er að baki. Óvissan er líka að baki, nú vitum við hvernig staðan er og hún er vissulega afleit víða, einkum inni í dölunum, Hörgár- og Öxnadal. Okkur þótti því rétt að hóa mönnum saman á eins konar samstöðusamverustund,“ segir Stefán Magnússon, bóndi í Fagraskógi í Hörgársveit og formaður Búnaðarfélagsins Trölla, sem auk sóknarnefndar blæs til samverustundar með íbúum í sveitarfélaginu í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. júní. Samkoman hefst kl. 21 og byrjar í Möðruvallakirkju, þar sem m.a. verða flutt ávörp eða stutt erindi. Sóknarpresturinn sr. Sunna Dóra Möller talar, sem og dr. Bjarni Guðleifsson, auk þess sem Þórður Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, mun stíga á stokk. Að lokinni athöfn í kirkjunni verður boðið upp á kaffi og með því í gamla Leikhúsinu á hlaðinu við kirkjuna. Bænda bíður mikið verk „Hugsunin er sú að þjappa mönnum saman á þessum tímamótum, áður en haldið er inn í sumarið,“ segir Stefán. Gríðarmikið kal er í túnum bænda víða í sveitarfélaginu, einkum inn til dalanna, í Hörgár- og Öxnadal, „og nú verður hver og einn að gera upp við sig hvað best er að gera í stöðunni, hvernig á að mæta þeim erfiðleikum sem óhjákvæmilega blasa við. Það er alveg ljóst að bænda bíður mikil vinna við endurrækt túna og ekki bætir úr skák að menn eru áhyggjufullir vegna yfirvofandi heyleysis. Það er engin launung að þetta leggst þungt á marga og því um að gera að hvetja menn til að koma og eiga saman stund yfir góðu spjalli og kaffisopa með sveitungum sínum. Það er kjörið tækifæri fyrir bændur að bera þar saman bækur sínar og lyfta sér örlítið upp áður en átök sumarsins hefjast,“ segir Stefán. /MÞÞ Bernharð Arnarson í Auðbrekku I í Hörgársveit: Kom aldrei til greina að leggja árar í bát „Staðan er ekki góð. Það er alveg óhætt að nota gamla og góða orðatiltækið um að elstu menn hér um slóðir muna ekki annað eins,“ segir Bernharð Arnarson, bóndi í Auðbrekku I í Hörgársveit. Hann og kona hans Þórdís Þórisdóttir reka þar kúabú, eru með um 50 kýr. Bernharð og Þórdís hafa búið á Auðbrekku í rúman áratug. Staðan er sú að um 40 hektarar lands eru aldauðir og allt í allt er kal í túnum Auðbrekkubænda á bilinu 75-80%. Öll tún þeirra er á bökkunum við Hörgá og þar hefur snjór og klaki legið yfir í allan vetur með þessum afleiðingum. Bernharð segir að tún séu almennt mjög illa farin í Hörgárdal og Öxnadal og ekki óalgengt að stór hluti þeirra sé skemmdur af völdum kals. „Það koma aldrei til greina að leggja árar í bát, við höldum áfram og vinnum okkur út úr þessu, um annað er ekki að ræða,“ segir hann. Hjónin á Auðbrekku fengu heldur rýra uppskeru á liðnu sumri, enda alræmdir þurrkar sem léku þau líkt og aðra á svæðinu grátt. Það hefur leitt til mikilla heykaupa, en þau hafa neyðst til að kaupa um 250 rúllur af heyi sem vitanlega hefur í för með sér mikinn aukakostnað. Bernharð telur að tjón sem þau hafi orðið fyrir nemi allt að 5-7 milljónum króna og heykaupin leggist þar ofan á. „Þetta er gríðarlegur kostnaður sem allur kemur til af völdum veðurfarsþátta; það sem á okkur hefur dunið er engu minni hamfarir en til dæmis eldgosin á Suðurlandi höfðu í för með sér fyrir bændur á því svæði. Það er því mitt álit að gera þurfi gangskör í því að laga stöðu Bjargráðasjóðs þannig að hann geti bætt okkur það tjón sem við höfum orðið fyrir. Ég gerði landbúnaðarráðherra grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Bernharð. /MÞÞ Gríðarmikið kal er í túnum víða í Hörgárdal og Öxnadal og ljóst að mikil vinna bíður bænda við endurrækt þeirra. Blásið verður til samstöðusamverustundar í Möðruvallakirkju og gamla leikhúsinu í kvöld þar sem kjörið tækifæri gefst fyrir íbúa sveitarfélagins að bera saman bækur sínar fyrir komandi átök í sumar. Mynd / SSS Sævar Einarsson bóndi á Hamri sýnir Haraldi Benediktssyni, Einari Kristni Guð nnssyni og Eiríki Loftssyni túnin á bænum. Mynd / Eiríkur Blöndal Bernharð Arnarson, bóndi í Auðbrekku I. Mynd / MÞÞ Bergvin Jóhannsson, bóndi í Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, er enn bjartsýnn á komandi sumar og góða kartöfluuppskeru í haust og segir að sagan sýni að bestu kartöfluárin séu oft þau sem komi eftir snjóþunga vetur og leiðindavor. Garðar hans, sem og annarra kartöfluframleiðenda í nágrenninu, voru enn rigningarblautir í fyrri viku og þá ekki útlit fyrir að hægt yrði að setja niður í bráð. „Við þurfum 4-5 hlýja sólskinsdaga til að hægt verði að setja niður,“ sagði Bergvin. Veður um fyrri helgi var þokkalegt norðan heiða, sólskin og nokkur hiti, en síðan kólnaði og gengið hefur á með talsverðri rigningu af og til þó að þornað hafi á milli. Undir lok síðustu viku var þó farið að þorna talsvert, enda gengu rigningarlægðirnar meira yfir sunnanvert landið. Ekki með fyrra fallinu Bergvin segist vanalega setja niður á tímabilinu frá 20. til 30. maí; stundum svolítið fyrr, en seinna þegar illa ári. „Það er alveg ljóst að við verðum ekki með fyrra fallinu þetta árið en það segir ekki neitt um hver uppskera sumarsins verður. Það er ástæðulaust annað en að halda í bjartsýnina og vona að þessir langþráðu sólskinsdagar komi,“ segir hann. Snjó hefur tekið upp við Áshól og sama gildir um Lómatjörn, þar sem einnig eru ræktaðar kartöflur. Garðarnir eru hins vegar rennandi blautir enda hefur mikið rignt undanfarið. Þeir þurfa því nokkra daga til að þorna almennilega. „Þannig að fátt bendir til annars en að við verðum seinna á ferðinni nú en í meðalári.“ Íslenskar kartöflur endast fram í júní Enn eru til íslenskar kartöflur á markaði og telur Bergvin að þær muni duga fram í júní. „Það er misjafnt hver birgðastaða kartöfluframleiðenda er, sumir eru að vera búnir en aðrir eiga slatta eftir. En það gengur yfirleitt hratt á birgðirnar þegar fáir eru orðnir eftir um hituna,“ segir hann, sem sjálfur er um það bil búinn með sína uppskeru frá haustinu 2012. /MÞÞ Kartöflugarðar víðast enn blautir á Norðurlandi Hér ræðir Stefán Magnússon í Fagraskógi við Sigurð Inga Jóhanns- son ráðherra. Mynd / MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.