Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 7
Bændurnir Ari Árnason og Anna
María Kristjánsdóttir á Helluvaði
í Rangárþingi ytra buðu öllum sem
vildu heim til sín sunnudaginn 26.
maí á „Halló Helluvað 2013“, sem
var nú haldið í 11. skipti. Þá var
kúnum hleypt út, fjárhúsin voru
opin gestum og boðið var upp á
glæsilegar veitingar.
Ari og Anna María eiga heiður
skilinn fyrir að opna bú sitt með
þessum hætti og leyfi fólki að
koma í heimsókn og fylgjast með
lífinu í sveitinni. Meðal gesta var
Ragnheiður Elín Árnadóttir, nýr
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og nýi
þingmaðurinn Vilhjálmur
Árnason úr Grindavík.
Magnús Hlynur
Hreiðarsson var á staðnum
og tók meðfylgjandi
myndir.
Þáttinn hefjum við
á kosningavísum,
þó ekki frá síðustu
Alþingiskosningum.
Í næsta þætti munu e.t.v. birtast
nokkrar óvilhallar vísur frá þeim
kosningum. En víkjum heldur
að nýlega afstöðnu páfakjöri.
Ekki síður en við síðustu
ríkisstjórnarmyndun hér heima
hvílir mikil leynd yfir kjöri páfa.
Reykmerki gefa til kynna hvernig
kjöri fram vindur. Nokkuð þurfti
heimsbyggðin að bíða eftir „hvíta“
reykmerkinu. Af því tilefni orti
Hörður Jónasson á Húsavík:
Tefla um páfa og tárast um leið,
hún tekur á setan sú arna.
Fnykurinn orðinn að svörtum seið
svona er harðlífið þarna.
Frændi Harðar, Bjarni Sigtryggs-
son sendiráðsritari í Moskvu,
fylgdist einnig þyrstur með
kjörinu:
Að tefla við páfann er töluverð list,
í tómi menn hugsa með gát.
Á náðhúsi lýkur svo Vatíkans vist
er verða menn heimaskítsmát.
Eftir erfiðan og langan vetur
vitjar loks langþráð vor. Í tilefni
þess er hæfilegt að helga þáttinn
vorvísum, eða þannig. Kristján
Ólason, fæddur 1894 í Kílakoti,
síðar skrifari á Húsavík, orti:
Máist aldrei minni úr
morgunglaði kórinn,
eða hvernig eftir skúr
angaði viðarmórinn.
Kannast lesendur við höfund að
þessari „vorvísu“?
Eftir fressleg frekjuhljóð
fékkst úr þessu skorið.
Síðan hress þau æddu óð
út í blessað vorið.
Það er einnig ilmur vors af þessari
vísu Jóhanns Kristjánssonar frá
Bugðustöðum á Snæfellsnesi:
Gleðieim ég af því finn,
að mér streymir vorið.
Ég kom heim með hestinn minn,
hauðrið geymir sporið.
Um langt árabil bjó á Háafelli í
Hvítársíðu Þiðrik Þorsteinsson.
Einhverju sinni fann Þiðrik, sem
þótti vínhneigður nokkuð, brenni-
vínsflösku úti í heygarði, hverri
hann hafði týnt þar haustinu fyrr.
Þá orti Eyjólfur Jóhannesson í
Hvammi:
Þiðrik gleðja vorið vann,
vindar þó að hvíni,
úti í garði flösku fann
fulla af brennivíni.
Vonandi fara vel í Svarfdæli
þessar fallegu vorvísur Ármanns
K. Sigurðssonar frá Urðum í
Svarfaðardal:
Geislar falla um gervallt land,
glúpnar allur snærinn.
Efst á hjalla og út við sand
yljar fjallablærinn.
Vaxa lindir, vorsins glóð
vetrarmyndum týnir.
Syngja á tindum sólarljóð
sumarvindar mínir.
Næsta vorvísa er eftir Andrés H.
Valberg:
Vetri hallar, vindar gjalla,
vorsins falleg lyftist brá.
Sólin kallar okkur alla
efstu fjallatinda að sjá.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
Líf og starf
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Þ
Um 400 gestir mættu á „Halló Helluvað 2013"
– boðið upp á ábrystir, kleinur, lagtertur, kaffi og kókómjólk
Kýrnar voru greinilega fegnar að komast út undir bert loft. Myndir / MHH
Ragnheiður Elín
Árnadóttir, nýr iðn-
aðar- og viðskipta-
ráðherra var meðal
gesta og fór greini-
lega vel á með henni
og þessu fallega
lambi.