Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 201310
Fréttir
Um leið og fyrrverandi landbúnaðar-
ráðherra Steingrími J. Sigfússyni eru
þökkuð ágæt störf á mörgum sviðum
í þágu landbúnaðarins og bænda
eru nýjum ráðherra málaflokksins
Sigurði Inga Jóhannssyni færðar
árnaðaróskir. Við hann eru bundnar
miklar vonir um staðfestu og
framtíðar sýn í þágu lands og þjóðar. Í
kosningabaráttunni og eftir kosningar
hafa leiðtogar SVÞ o.fl. reynt að
ráðast að þeim vegg sem er hluti af
alþjóðasamningi í WTO því tollar
eru ekki séríslenskt fyrirbæri heldur
alþjóðlegt. Samt eru tollarnir sú sátt,
sú vörn sem gefur landbúnaði Íslands
skjól til að styrkja sig og undirbúa
sig fyrir frekari alþjóðlega lækkun,
það er að segja ef WTO-þjóðirnar
kjósa svo, en málið hefur staðið
fast í heil 12 ár. Annars eru menn
að átta sig á að bruðlið í veröldinni
er komið á hættustig, þ.e. eyðsla og
sóun, jörðin er því miður sökkvandi
og sveltandi nema allir geri sitt til
að framleiða mat. Sagt er að við
Íslendingar séum svo neyslufrekir
og eyðslusamir að ef allir höguðu
sér eins og við þyrfti mannkynið
tíu jarðkringlur. Hinni svokölluðu
DOHA-lotu henni er enn ólokið,
ekki af völdum íslenskra stjórn-
valda heldur þeirra stóru sem ráða
ferðinni meðal þessara 120 þjóða.
Tollarnir hafa með markvissum hætti
lækkað á þeim tíma sem liðinn er frá
svokölluðum GATT-samningi 1994.
Dýralæknirinn mikilvægur
Dýralæknirinn í atvinnuvega-
ráðuneytinu, ráðherrann sjálfur, verður
hins vegar ekki í vand ræðum með
að rökræða hættuna, dýraverndina
og lýðheilsu fólksins þegar kemur
að kröfu ESB um innflutning á hráu
kjöti og lifandi dýrum. Þar sé ég
loksins landbúnaðarráðherra sem
getur skákað öllum kerfiskörlunum
í Brussel, sem ekki vilja skilja
sérstöðu Íslands í þessu efni. Góð
var greinargerðin frá atvinnuvega-
ráðuneytinu sem var í fréttunum á
dögunum gegn kröfu ESA að hrátt
kjöt skuli frjálst flæða til Íslands, þar
var öllum faglegum rökum haldið vel
á lofti.
Nei-flokkar slíta ESB-viðræðum
Svo er það náttúrlega alveg ljóst
að tveir Nei-flokkar sem unnu
kosningarnar afgerandi gagnvart
aðild eða ekki aðild að ESB slíta
samninga- eða aðlögunarviðræðum
strax, eigi síðar en á haustþingi. Það
verður að gera með þingsályktun
og að viðræður verði ekki upp
teknar á ný nema að undangenginni
þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn,
alþingi og þjóðin sjálf verður þá að
vilja aftur í slíkt ferli. Vinstri-grænir
munu að eilífu naga sig í handarbökin
að hafa ekki klárað aðildarferlið
og því hefði síðan verið hafnað í
kosningum, þeir bera svikamerkið
um hálsinn að hafa farið í þessa för
með Samfylkingunni. Samfylkingin
lék samstarfsflokkinn Vinstri-græna
grátt og dró hann á asnaeyrunum
og tafði viðræðurnar þótt vonlausar
væru, lon og don. Nú er engin
Samfylking í ríkisstjórn og þessi
eini ESB-flokkur fékk aðeins 12%
atkvæða. Samfylkingin þvælist ekki
fyrir þessu, hún húkir fyrir utan vegg
og er um sinn smáflokkur eins og
Alþýðuflokkurinn gamli var. Ekki
verður því trúað að Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra láti
þvæla sér í Vinstri-græna heilkennið,
hann hlýtur að höggva á þennan
Gordonshnút og Stefán Fúli verður
hvorki hissa eða fúll. Stefán býst
nú við nýjum utanríkisráðherra og
undirbýr sjálfur viðræðuslitin og
mun senda sínum besta vini Össuri
Skarphéðinssyni rauðar rósir. Þeir vita
og skilja í Brussel hvað er pólitískur
vilji og bíða eftir tilkynningunni.
Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar:
Landbúnaðarráðherra sem
skákar kerfiskörlum í Brussel
Sjö tonn af íslenskum hindberjum
á markað í sumar
– mikil eftirspurn eftir berjunum á veitingastöðum landsins
Hólmfríður Geirsdótt ir
garðyrkju fræðingur og Steinar
Á. Jensen rafvélavirki eiga
garðyrkjustöðina Kvista í
Reykholti í Biskupstungum í
Bláskóga byggð. Þau byrjuðu
að rækta hindber fyrir tveimur
árum á 500 fermetrum inni í
upphituðum gróðurhúsum og
voru að ná mjög góðri uppskeru.
Nú hafa þau keypt ný gróðurhús
og ætla að hefja hindberjaræktun
í þeim á 1.200 fermetrum. Þessa
dagana eru því að flytja fjögur
þúsund plöntur inn í húsin, en
berin af þeim verða klár í ágúst í
sumar. Fyrsta uppskera sumarsins í
plasthúsunum eru klár og líta berin
mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir
að ná sjö tonnum af hindberjum í
sumar. Berin eru mjög vinsæl, ekki
síst á veitingahúsum landsins, og
síðan eigum við alltaf ber hér heima
í öskjum, sem fólk getur keypt beint
af okkur,“ sagði Hólmfríður.
/MHH
Laugardaginn 1. júní var opnuð
sérstök heimsóknarmiðstöð
íslenska hestsins á Skeiðvöllum
í Holta- og Landsveit, sem ætluð
er fyrir bæði innlenda og erlenda
gesti sem hafa áhuga á að fræðast
um Íslenska hestinn. Sýningin
ber nafnið Icelandic HorseWorld
- visitor center og er þar boðið
upp á á fjölbreyttar upplýsingar
um íslenska hestinn og allt sem
honum viðkemur.
Einnig verður hægt að skoða
merar með nýfædd folöld og fá
að klappa og kemba, auk þess
sem teymt verður undir börnum.
Þá er opið kaffihús á staðnum þar
sem hægt er að fá úrvalskaffi og
gómsætt meðlæti. Sýningin er opin
frá 9-17 á daginn.
Það eru þau Katrín Sigurðar dóttir
og Davíð Jónsson á Skeiðvöllum
sem reka heimsóknarmiðstöðina
og eiga hestabúgarðinn, sem er án
nokkurs vafa einn glæsilegasti á
landinu. /MHH
Heimsóknarmiðstöð íslenska hestsins
er á Skeiðvöllum í Holta- og Landsveit
Katrín við einn hestinn á sýningunni, sem vekur mikla athygli gesta því hann er úr járni. Myndir / MHH
Oddviti Ásahrepps, Eydís Indriðadóttir, og oddviti Rangárþings ytra,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, mættu að sjálfsögðu í opnunina 1. júní.
Hólmfríður að tína hindber af plöntunum sínum. Myndir / MHH
Finnskur
starfsmaður
og garðyrkju-
nemi að koma
plöntunum
fyrir í nýja
hindberja-
gróðurhúsinu
á Kvistum.
Það verður líf og fjör hjá stórum
hluta ferðaþjónustubænda um
allt land á opnu húsi þann 9.
júní næstkomandi kl. 13.00-
17.00. Þann dag gefst almenningi
tækifæri á að kynna
sér starfsemina á
ferðaþjónustubæjum,
fá nýja bæklinginn
„Upp í sveit“ og
njóta veitinga og
afþreyingar í boði
bænda.
Í tilefni útgáfu
bæklingsins „Upp
í sveit“ ætla fjöl-
margir bæir innan
Ferðaþjónustu bænda
að hafa opið hús þann
9. júní kl. 13.00-17.00.
Gestir munu geta
skoðað aðstöðuna á bæjunum, sótt
nýja bæklinginn, fengið kaffisopa,
spjallað við bændur og upplifað
einstaka sveitastemningu.
Það verður glatt á hjalla og margt
í boði fyrir alla aldurshópa í öllum
landshlutum. Til dæmis verður
hægt að gæða sér á ljúffengum
heimabakstri og öðrum forvitnilegum
afurðum úr sveitinni, heilsa upp á
dýrin á bænum, skoða fjós, taka þátt
í leikjum eins og skeifukastskeppni
og tröllaparís, njóta
lifandi tónlistar, kynna
sér tóvinnu og fræðast
um ylrækt, svo eitthvað
sé nefnt.
Bæir sem bjóða
heim verða merktir
með grænum og hvítum
blöðrum við veginn.
Nánari upplýsingar
og lista yfir þá bæi sem
bjóða heim þann 9. júní
í hverjum landshluta
má finna á vefsíðu
Ferðaþjónustu bænda
www.sveit.is þar sem
nýi bæklingurinn er jafnframt
aðgengilegur á veflægu formi. Í
honum eru ítarlegar upplýsingar
um alla bæi í Ferðaþjónustu bænda
ásamt bæjum í Opnum landbúnaði
sem taka á móti gestum og kynna
fjölbreyttan landbúnað.
Opið hús hjá ferðaþjónustubændum
Upp í sveit
Gisting, matur og afþreying um allt land
2013
www.sveit.is
Icelandic Farm Holidays
Farm Visits