Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 12

Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 201312 Alls voru 87 nemendur Land- búnaðar háskóla Íslands á háskóla- brautum og í búfræði brautskráðir síðastliðinn föstudag við athöfn í Reykholtskirkju að viðstöddu fjölmenni. Alls útskrifuðust 47 búfræðingar en 27 með BS í búvísindum, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðslu. Þá luku níu nemendur meistaranámi í rannsóknabundnu námi og tveir meistaranámi í skipulagsfræðum. Drífa Árnadóttir og Katrín Pétursdóttir fengu verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á BS-prófi en Aron Stefán Ólafsson fékk verðlaun fyrir bestan árangur á BS-prófi. Brynja Davíðsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur á MS-prófi og Egill Þórarinsson verðlaun fyrir góðan árangur á MS-prófi í skipulagsfræðum. Mikill fjöldi Í ræðu Ágústar Sigurðssonar rektors kom fram að þetta er níunda vorið sem nemendur eru brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú voru 87 brautskráðir, sem er litlu færri en síðasta vor – en þá voru þeir fleiri en nokkru sinni sem útskrifuðust af öllum brautum skólans. Alls voru á þessu skólaári 63 nemendur í framhaldsnámi við LbhÍ, þar af er 31 nemandi í rannsóknamiðuðu meistaranámi, 25 í meistaranámi í skipulagsfræði og sjö nemendur í doktorsnámi. Eru þá ótaldir BS nemar; nemendur hjá Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og þær þúsundir sem sækja nám á vegum endurmenntunar skólans. Met í umsóknum „Á þessu vori bregður svo við að það stefnir í algjört met í umsóknum um skólavist hjá Landbúnaðarháskóla Íslands – sönnun þess að viðfangsefni skólans skipta miklu máli og hann hefur getið sér gott orð,“ sagði Ágúst. Viðburðaríkt skólaár Ágúst sagði að níunda skólaár Landbúnaðarháskóla Íslands hefði verið annasamt og viðburðaríkt. Síðasta sumar var undirritaður við hátíðlega athöfn í Skemmunni á Hvanneyri samningur um kennslu og rannsóknir milli ráðuneytis mennta- og menningarmála og LbhÍ. Þetta er að sjálfsögðu mikill áfangi, enda hefur Landbúnaðarháskóli Íslands aldrei haft formlegan samning um starfsemina eins og aðrir háskólar hafa haft. Samningurinn tekur m.a. á heildarfjölda nemenda og segir til um verkefni sem skólanum eru formlega falin og fjárframlög til þeirra. Nú fyrir nokkrum dögum var síðan undirritaður sérstakur rannsóknasamningur til næstu 4 ára milli LbhÍ og ráðuneytis atvinnuvega- og nýsköpunar. Þessi samningur er kjölfestan í rannsóknastarfi LbhÍ og afar mikilvægur. Í lok síðasta árs skilaði LbhÍ ítarlegri sjálfsmatsskýrslu inn til Gæðaráðs íslenskra háskóla eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Starfsmenn og nemendur LbhÍ komu með virkum hætti að gerð skýrslunnar, sem er mikilvægur liður í því ferli að auka gæði starfs skólans. Erlend sérfræðinganefnd gerði síðan viðamikla gæðaúttekt á starfi LbhÍ í byrjun mars síðastliðins. „Niðurstöður sérfræðinga- nefndarinnar liggja fyrir og í stuttu máli sagt getum við starfsmenn og nemendur LbhÍ verið ákaflega stolt af skólanum okkar. Úttektarnefndin gefur skólanum góða einkunn og lýsir yfir trausti á skólastarfinu. Í niðurstöðum nefndarinnar koma einnig fram mjög gagnlegar ábendingar um þætti til úrbóta sem ætti að vera mögulegt að bregðast við þannig að gæði skólastarfsins geti aukist,“ sagði Ágúst Sigurðsson rektor í ræðu í Reykholtskirkju. /ÁÞ Fréttir Ég hef átt marga bilaða bíla um dagana. Það er ekki gaman, það skal sagt fullum fetum. Það er ekki bara vegna þess að það sé svo kostnaðarsamt að kaupa varahluti eða láta gera við bílana. Það er ekki heldur vegna þess að það sé svo óþægilegt að vera bíllaus á meðan bíllinn er í viðgerð. Nei, það er allt andskotans vesenið sem fylgir því þegar bílinn bilar. Fyrst þarf að hringja og fá tíma á verkstæði. Þegar ég bjó í sveitinni var þetta um margt einfaldara. Þá var bara um eitt verkstæði að velja og þangað fór bíllinn. Í dag þarf fyrst að byrja á að finna verkstæði til að fara á og í þeim aragrúa af bifreiðaverkstæðum sem eru á höfuðborgarsvæðinu getur maður orðið alveg áttavilltur. Þegar maður svo hefur valið verkstæði til að hafa samband við er viðbúið að þar sé allt fullt. Þegar loks finnst verkstæði sem getur tekið við skrjóðnum þarf að koma honum á staðinn. Samkvæmt lögmálinu um að allt fari eins illa og hægt er þegar kemur að biluðum bílum er verkstæðið auðvitað hinum megin í bænum og við tekur endalaust streð með að koma skrjóðnum á staðinn og sér til baka. Þegar hér er komið sögu bregst ekki að kominn er föstudagur og bíllinn verður ekki til fyrir helgina. Viðbrögðin við því eru að fara með Faðir vorið afturábak með hljóðum sem minna á stúlkuna Regan MacNeil í kvikmyndinni Særingamaðurinn. Eftir helgina (þar sem sunnudags maturinn var keyptur dýrum dómum í 10-11 vegna þess að enginn strætó gengur í Bónus) hringir maður svo í verkstæðið. Þá kemur í ljós að það þarf að panta spliff, donk og gengjur í bílinn frá verksmiðjunni úti. Bíleigandi: (Áhyggjufullri röddu). Tekur það langan tíma? Verkstæðisnáungi: Sko, við getum fengið það sent með flugi í hraðsendingu. Þá kemur það í vikunni. Bíleigandi: (Skjálfandi röddu). Og hvað kostar það? Verkstæðisnáungi: Annað nýrað úr þér og frumburð þinn. Að lokum kemur svo vara- hluturinn, og hægt er að laga bílinn. Útgjöld heimilisins eru skorin niður og helsti áhrifavaldurinn í matargerð verður Andrés Önd með mismunandi útfærslum sínum á kartöfluréttum. Það versta er að yfirleitt er það svo að þegar búið er að laga bilun í gömlum bíldruslum er afar stutt í að næsta bilun komi upp. Til að koma í veg fyrir það er bíleigendum ráðlagt að láta aldrei laga neitt nema það sé alveg nauðsynlegt. Ef samlæsingin á bílnum er t.d. biluð er alls ekki mælt með því að láta laga hana fyrr en það eru bara einar dyr eftir sem hægt er að opna. Yfirleitt hafa bílarnir mínir bilað sökum aldurs og venjubundins slits. Stöku sinnum hef ég klesst á eitthvað sem hefur valdið því að þeir hafa skemmst. Þetta á við um flesta vini mína líka. Sjaldnast sér maður broslegu hliðarnar á svona bileríi. Ég skal þó viðurkenna að ég er farinn að glotta út í annað þegar ég rifja upp þegar ég og Matthías vinur minn rifum alternatorinn úr bílnum mínum, skiptum um kol í honum og löguðum vegna þess að bíllinn virtist ekki hlaða rafmagni inn á sig. Það var ekki fyrr en eftir það að ég uppgötvaði að ljósin í skottinu loguðu stanslaust og þar með rann allt rafmagnið út. Það tók mínútu að laga það á meðan nærri heill dagur fór í fyrri aðgerðir. /fr STEKKUR Bíllinn minn og ég Áttatíu og sjö nemendur voru brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri: Met í umsóknum um skólavist í LbhÍ Hér má sjá þá nemendur sem útskrifuðust með BS-gráðu í búvísindum. Nýútskrifaðir búfræðingar ásamt Ágústi Sigurðssyni rektor og Jóni Gíslasyni brautarstjóra. Myndir / ÁÞ Ágúst Sigurðsson rektor og Anna Guðrún Þórhallsdóttir brautarstjóri með nemendum sem voru að útskrifast með BS-gráðu í náttúrufræðum. Nemendur sem voru að útskrifast með BS-gráðu í umhver sskipulagi ásamt Ágústi Sigurðssyni rektor og Helenu Guttormsdóttur brautarstjóra. Ágúst Sigurðsson afhendir Hraundísi Guðmundsdóttur prófskírteinið, en hún útskrifaðist með BS-gráðu í skógfræði. Hér má sjá nemendur sem voru að útskrifast með MS-gráðu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.