Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 mín. Ég fer um hana mjúkum varfærnum höndum og tala jafnvel við hana. Ég fyllist eldmóði og sjálfstrausti þegar hún er með mér. Núna förum við vinkonurnar saman á fjórhjólinu á vorin til þess að fylgjast vel með varplandinu. Stundum þarf að hleypa af skoti, stundum er það óvininum til aðvörunar en líka dauðaskot, þá erum við vinkonurnar glaðar og fullar stolts. Fleiri úrræði hef ég reynt eins og gasbyssur og útvarp og hef ég komið mér upp byrgi til að leynast í. Á nóttunni þegar ég hírist í byrginu má ég þola endurtekið efni í útvarpinu og þá oftar en ekki bullið í Andra og Gunnu Dís ásamt endalausri skothríð úr gasbyssum. Ekki má gleyma tófuskyttunum, það eru sko alvöru skyttur, af lífi og sál. Þetta eru hetjurnar mínar sem ég í örvæntingu minni þarf oft að leita til, en þeir eiga heiður skilið.“ Ellin læðist líka að úr öllum áttum „Ég á mér reyndar annan óvin en tófuna, en það er ellin. Þó að ég streitist á móti henni læðist hún að mér úr öllum áttum. Svona dags daglega tek ég ekki svo ýkja mikið eftir henni en ef ég lít til baka, þó ekki sé nema svona eitt ár, þá kemur ýmislegt í ljós. Það sem var kannski lítið mál í fyrra er ef til vill meira mál núna. Vinkona mín virðist til dæmis þyngri núna, þó hef ég ekki fóðrað hana af meira blýi en árið áður.“ Það er liðin tíð að maður heyri fuglasöng „Sorglegt finnst mér til þess að vita að barnabörnin mín eiga ekki eftir að heyra yndislegan fuglasöng og klið allt um kring eins og ég fékk að upplifa í minni æsku. Það er liðin tíð sem kemur kannski aldrei aftur. Hverjum er um að kenna? Það er þó einn ljós punktur í þessu öllu saman og hann er sá að barnabörnin mín biðja ömmu sína alltaf um að segja sér tófusögur fyrir svefninn. Sú saga sem er í mestu uppáhaldi er þegar amma elti tófuna á bílnum og endaði á honum ofan í skurði. Kannski eru þau bara lítil og vitlaus greyin, eins og amma þeirra þegar hún var lítil.“ Ný sannindi frá Melrakkasetri „Nú er komin upp ný staða. Í Morgunblaðinu hinn 30. mars síðastliðinn birtist grein um Melrakkasetrið á Súðavík, en í lok greinarinnar segir orðrétt: „En nýlega var ljóstrað upp vel geymdu leyndarmáli, því að kindur éta hiklaust egg og jafnvel unga á vorin. Hætt er við að afföllin vegna mörg hundruð þúsund sauðfjár séu enn meiri en vegna tíu þúsund refa.“ Svo það er þá ekki tófunni að kenna eftir allt saman að fugl er að fækka heldur rollunum, þessar lúmsku skepnur sem ráfa um í rólegheitum með snoppuna ofaní grasinu eru að leita að eggjum og ungum til þess að éta. Ég sem hef alltaf haldið að kindurnar væru að bíta gras, en hvað ætli ég viti sem hef aðeins verið í skóla lífsins. Eitthvað annað en blessaðir fræðingarnir, hámenntaðir og langskólagengnir. Eitthvað á þessa leið hefur varpið gengið fyrir sig hjá mér síðastliðin vor og verður líklega með svipuðu sniði nú í vor. Vakandi um nætur, skjálfandi úr kulda með byssu í annarri, kaffibrúsa í hinni og kíki hangandi um háls,“ segir Sigurbjörg Helgadóttir í pistli sínum. /SH/HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.