Bændablaðið - 06.06.2013, Page 21

Bændablaðið - 06.06.2013, Page 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 kostnaður og veðurfar sem gerir heilsársveg þar yfir lítið spennandi. Að miklu leyti hafa menn verið að horfa á óbreytta staðsetningu vegarins en hugsanlega með tengingu niður í Skagafjörð sem yki notagildi vegarins verulega. Meiri sátt og jafnvel má nú tala um bundið slitlag Hreinn sagði að í gegnum tíðina hefði verið töluverð togstreita, þótt mismikil væri, á milli náttúruverndar og mannvirkjagerðar. Þar hefði umræða um hálendið verið viðkvæm. „Mér sýnist þó upp á síðkastið að þarna sé að verða meiri sátt þannig að það megi fara í einhverjar framkvæmdir. Í það minnsta í minniháttar vegagerð og jafnvel að tala um bundið slitlag á vegi sem eru uppi á hálendinu, sem fyrir ekki svo löngu var bannorð.“ Hreinn sagði að í svæðisskipulagi sem samþykkt var í maí 1999 hefði komið fram að vegagerð á hálendinu yrði haldið í lágmarki og að uppbygging vegakerfisins þar tæki fyrst og fremst mið af sumarumferð. Aðalfjallvegir yrðu byggðir upp sem góðir sumarvegir, færir öllum venjulegum fólksbílum, og opnir að minnsta kosti fjóra til sex mánuði á ári. Sagði Hreinn að þótt menn væru þarna ekki að tala um heilsársvegi væri verið að tala um allt annað vegakerfi en raunin er í dag þar sem umræddir vegir væru vart annað en slóðar. Benti Hreinn þó á að í 12 ára samgönguáætlun, 2011-2022, sem samþykkt var á síðasta ári væri nánast engin umfjöllunum stofnvegi á hálendinu og engar sérstakar fjárveitingar til þeirra. Taka verði þó tillit til að áætlunin í heild markaðist af efnahagshruninu og takmörkuðum fjárveitingum frá því sem var fyrir hrun. Því væri í þessari áætlun eingöngu horft á framkvæmdir í byggð og engar sérstakar fjárveitingar í hvorki Kjalveg né aðra hálendisvegi. Almenningur hafi aðgang að miðhálendinu Hreinn benti á að nýtt Landsskipulag sem átti að leysa af skipulag miðhá- lendisins tæki á þessum hlutum. Ekki hefði náðst að samþykkja það á síðasta þingi. Þótt þar væri stefnt að því að halda mannvirkjagerð á miðhálendinu í lágmarki væri hún ekki útilokuð, heldur gert ráð fyrir tilgreindum mannvirkjabeltum. Þá væri í kafla um markmið varðandi samgöngur gert ráð fyrir að uppbygg- ing samgöngu kerfis á miðhálendinu stuðlaði að því að almenningur hefði aðgang að miðhálendinu til að njóta þess og upplifa. Uppbygging miðað- ist einnig við að dreifa álagi vegna umferðar, skapa jafnvægi milli ólíkra ferðamáta og að ekki væri gengið á óbyggðar víddir sem ferðamenn vildu upplifa. Einnig að hönnun allra vega tæki mið af landslagi. Lítið uppbyggður vegur með bundnu slitlagi Hreinn sagði skiptar skoðanir um hvernig vegi eigi að byggja upp á hálendinu. Hversu mikið uppbyggða og hvort þeir eigi eingöngu að þjóna léttri umferð og ferðamönnum tak- markaðan tíma á ári, eða hvort taka eigi þungaflutninga milli landshluta einnig inn í myndina með mikið upp- byggðum heilsársvegum. Í máli hans kom fram að hvaða leið sem valin yrði þá væri skynsamlegast að ganga frá slíkum vegi með bundnu slitlagi þar sem malarslitlag væri fljótt að fjúka út í veður og vind. Taldi hann líklegast að miðað yrði við lítið upp- byggða vegi sem væru látnir fylgja landslaginu sem mest og vegstæði núverandi vega eftir því sem kostur er. Spurður um líkur á að ráðist yrði í uppbyggingu Kjalvegar á næstu árum sagðist hann ekkert geta sagt að svo stöddu. „Það veltur á því hvaða áherslur ný ríkisstjórn mun setja á fram- kvæmdir eins og þessar.“ Miðað við núverandi samgöngu- áætlun þyrfti að mati Hreins að breyta um kúrs ef gera ætti eitthvað meira fyrir Kjalveg en rétt að halda honum í horfinu. Sagði hann að nú væri nánast verið að stelast til að taka peninga af mjög mögru viðhaldsfé til að lappa upp á verstu kaflana. Til skammar fyrir þjóðina „Við getum ekki horft upp á það endalaust að þetta sé svona niðurgraf- ið. Enda held ég að það sé enginn að horfa á að Kjalvegur verði óbreyttur. Það þarf þó að taka þá umræðu hvort það eigi að byggja hann líka upp sem framtíðarflutningsleið. Við erum með í þeirri baráttu sem hér er fylgt á þessu þingi um að það verði að sinna Kjalvegi með allt öðrum hætti en hingað til. Þetta er ekki bara til skammar fyrir vegamálastjóra, heldur fyrir alla þjóðina. Ég er þá ekki síst að horfa til ferðaþjónustunnar, sem allir eru sammála um að við verðum að fara að sinna betur.“ – Er þá ekki kominn tími til að eyrnamerktir skattpeningar skili sér betur í vegagerð en verið hefur? „Jú, það er alveg rétt. Það er ekki nema lítill hluti af því sem bíleigend- ur borga sem skilar sér í vegagerð.“ Fjölmörg athygliverð erindi voru flutt á málþinginu Auk Hreins og Trausta Valssonar flutti Óskar Bergsson, fyrrverandi for- maður samvinnunefndar miðhálendis, erindi um Kjalveg í svæðisskipulagi. Þá flutti Drífa Kristjánsdóttir, odd- viti Bláskógabyggðar, erindi sem hún kallaði „Uppbyggðir vegir þýða opnun í átta mánuði“. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar Byggðastofnunar, flutti erindi sem hét „Suðnorðurland og þjóðleiðin um Kjöl“. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamála fulltrúi uppsveita Árnes- sýslu, var með erindi undir yfir- skriftinni „Ávinningur ferðamála á Suðurlandi af Kjalvegi“. Einnig var Guðmundur Karl Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hlíðarfjalls, með erindi sem hann kallaði „Bættir hálendisveg- ir – aukin ferðaþjónusta á Akureyri“. Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar, var með erindi um ferðaþjónustuna og hálendisvegi. Þá lýsti Herbert Hauksson, fjármálastjóri Mountaineers of Iceland, aðkomu að Skálpanesi frá Kjalvegi og uppbygg- ingu ferðaþjónustu á því svæði. Eftir hádegishlé flutti Svanur Bjarnason, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Suðurlandi, erindi sitt „Valkostir í endurbótum á Kjalvegi“. Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, lýsti veðureinkennum á Kili og því veðra- víti sem þar má búast við á vetrum. Gunnar Guðjóns son, framkvæmda- stjóri Hveravalla félagsins, var með erindi um rekstur ferðaþjónustu við Kjalveg. Síðasta erindið flutti Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Sterna, og lýsti sjónarmiðum fólks- flutningafyrirtækis sem þarf að berj- ast við miklar skemmdir á farartækj- um vegna slæms ástands Kjalvegar. Þessum erindum verða væntanlega gerð betur skil í Bændablaðinu síðar. /HKr. Lélegt ástand Kjalvegar torveldar mjög aðgengi að einstöku hvera- svæði í Kerlingarfjöllum. Það hljómar einkennilega en oft getur verið þægilegra að ferðast um Kjöl á harðfenni á vetrum en á illfærum akveginum á sumrin.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.