Bændablaðið - 06.06.2013, Síða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013
Í síðasta Bændablaði var greint frá
forláta Unimog Erlings Ólafssonar
sem komin er í dagvistun hjá
Landbúnaðarsafni Íslands á
Hvanneyri. Hann er af árgerð 1951,
en Unimog-torfærutröllið á sér langa
sögu. Albert Friedrich hóf hönnun
þessa farartækis 1. janúar 1946.
Gerði hann síðan framleiðslusamning
við fyrirtækið Erhard und Söhne um
smíði bílsins. Hugmyndin var að
reyna að sameina í einu tæki fjölnota
vinnubíl á fjórum jafnstórum hjólum
sem nota mætti bæði á þjóðvegum og
sem dráttarvél fyrir kartöflubændur
og við rófurækt.
Á vefsíðu Wikipedia er sagt að
skýringin á hinu þýska heiti þessa
vinnutækis sé „UNIversal-MOtor-
Gerät“ eða fjölnota mótortæki. Unimog
var því hafður með aflúrtaki að aftan, að
framan og á hlið. Hliðaraflúrtakið mátti
líka nota fyrir greiðusláttuvél og var
slíkt m.a. reynt í landbúnaði hér á landi.
Unimog þótti þó ekki eins lipurt tæki
við slátt og heyvinnu og hefðbundnar
dráttarvélar og náði því aldrei fótfestu
á Íslandi sem landbúnaðartæki.
Hugmyndin að tæki eins og
Unimog var þó ekki alveg ný af nálinni
árið 1946 því Minneapolis-Moline
dráttarvélafyrirtækið í Bandaríkjunum
hafi árið 1938 hannað UDXL-
dráttarvélina með svipað notagildi í
huga.
Frumgerðin kom fram árið 1946
Frumgerð Albert Friedrich á Unimog
var fullbúin undir lok árs 1946 og var
þá búin bensínvél. Ætlun hafði verið að
vera með dísilvél í tækinu, en hönnun á
25 hestafla (19kW) OM636 dísilvélinni
frá Daimler-Benz, sem nota átti, var
þá ekki lokið. Hjólabilið var 1.270
mm, sem samsvaraði tveim röðum í
kartöflugarði.
Undir lok ársins 1947 var dísilvél
Benz tilbúin og var hún sett í fyrstu
fjöldaframleiddu Unimog-bílana úr
70200-seríunni. Voru þeir með merki
Unimog á húddlokinu, sem var haus á
vel hyrndu nauti. Fyrstu 600 bílarnir af
þessari gerð voru smíðaðir í verksmiðju
Boehringer en ekki hjá Erhard og
sonum þar sem þeir höfðu einfaldlega
ekki næga afkastagetu á sínu verkstæði.
Þá var heldur ekki hægt að smíða bílana
í verksmiðju Mercedes-Benz, sem
var af hernaðarástæðum bannað að
smíða fjórhjóladrifstæki við lok seinni
heimsstyrjaldarinnar.
Unimog hefur alla tíð haldið
sérkennum sínum sem mjög háfættur
með sínum sérstaka drifbúnaði út í hjól,
búinn fjórhjóladrifi og hugsaður sem
torfærutæki.
Daimler-
Benz yfirtók
Unimog
1951
D a i m l e r -
Benz tók yfir
verksmiðju
Unimog árið
1951, en
hann er nú
framleiddur
í Wörth
am Rhein-vörubílaverksmiðju
Mercedes-Benz, sem er deild
í Daimler AG-samsteypunni.
Þá hefur einnig verið starfrækt
samsetningarverksmiðja fyrir
Unimog í Tyrklandi og allt fram á
níunda áratuginn einnig í Argentínu.
Þegar Daimler-Benz tók yfir
framleiðsluna á Unimog árið 1951
hvarf upphaflega einkennismerkið
með hyrnda bolanum af húddinu og
þríarma auðnustjarna Benz var sett
þar í staðinn. Nýja módelið fékk
einkennisnúmerið 401. Ný gerð, 402,
var þá einnig fáanleg en hún var með
meira hjólahaf og meiri breidd milli
hjóla, eða 2.120 mm í stað 1.720
mm. Bíllinn var þá framleiddur í
Gaggenau í Baden-Württemberg. Þar
var framleiðslu haldið áfram allt fram
til ársins 2002.
Árið 1953 kom fram ný gerð
af Unimog með lokuðu húsi, sem
gerði bílinn hæfari til aksturs í
öllum veðrum. Ný gerð, 403, leit
síðan dagsins ljós og var með meira
hjólabili, 2.250 mm.
Þótti henta vel í kalda stríðinu og
framleiðslubanni létt af Benz
Á árinu 1955 kom fram 404 S módelið
af Unimog sem var upphaflega
hannað fyrir vestur-þýska herinn,
sem var að vígbúast enda Kalda
stríðið svokallaða komið á fullt
skrið. Með 4040-gerðinni var horfið
frá þeirri hugmynd að Unimog væri
landbúnaðartæki, heldur var hann
gerður að vel hreyfanlegum trukk til
ferða um erfitt land landshorna á milli.
Frá 1955 til 1980 voru framleiddir
64.242 Unimog-torfærubílar af 404 S
gerðinni. Vitað er að bíll af þessari gerð
frá 1955 með framleiðslunúmerið 4
er enn til í Orange-sýslu í Kaliforníu.
Árið 1957 var Unimog búinn
alsamhæfðri gírskiptingu sem gerði
það mun auðveldara að skipta um gír á
fullri ferð án þess að þurfa að tvíkúpla.
Árið 1963 kom fram 406-módelið,
sem var búið fjögurra strokka OM312
dísilvél. Hún skilaði 65 hestöflum,
eða 48 kílówatta afli. Milligerðin
406/416-módelið sem var svipað en
með 2.900 mm hjólabili í stað 2.380
mm sem var í 406-módelinu.
Haldið var áfram að endurbæta
Unimog og seinni gerðir fengu öflugri
80 hestafla OM352-dísilvélar með
beinni innspýtingu sem reyndar var
fundin upp hjá Fiat á Ítalíu. Aflið jókst
og fór fljótlega upp í 110 hestöfl.
Hundraðþúsundasti Unimog-
bíllinn
Á milli upphaflega Unimog frá 1955
og milligerða hans var framleidd
421/403 „léttútgáfa“ sem varð
síðar grunnur að 413-gerðinni. Var
421-módelið með 2.380 mm hjólabili
á meðan 403-útgáfan var með 2.250
mm hjólabili. Þá var vélin 421/U,
sem var 2,2, lítra og 40 hestöfl, sótt
í fólksbílalínu Benz. Einnig var í
boði 54 hestafla 403/U, sem var 4,8
lítra vél. Velgengni Unimog sem
torfærutækis var mikil og á árinu 1966
kom 100 þúsundasti Unimog-bíllinn
úr verksmiðjunni í Gaggenau.
MB-Trac var afturhvarf til
upprunans
Þar sem Unimog var kominn
svolítið frá uppruna sínum sem
landbúnaðartæki þróaði Daimler Benz
nýtt tæki árið 1972 sem ætlað var til
landbúnaðarnota. Það var MB-Trac,
sem byggði á fjórhjóladrifstækni
frá Unimog. Þó að þetta tæki
nyti ekki mikilla vinsælda var frá
MB-Trac 65 til MB-Trac 70 (síðar
700) þróað enn öflugra tæki sem
kallað var MB-Trac 1800. Í kjölfarið
rann MB-Trac framleiðslan inn í
Deutz AG-dráttarvélafyrirtækið en
framleiðslu á MB-Trac var hætt árið
1991.
Árið 1974 kom fram enn öflugri
Unimog, U 120 af seríu 425 með
nútímalegra útliti en áður. Hjólabilið
var þá orðið 2.810 mm og heildarþyngd
með 120 hestafla vél og farmi allt að
9 tonn. Síðan kom 125 hestafla vél í
U-125 gerðina af Unimog.
Árið 1975 hófst framleiðsla á
435-gerðinni, sem byggði á 4040
S-bílnum en með meira hjólabili.
Þar var um að ræða þrjár gerðir með
3.250 mm hjólabili, 3.700 mm og
3.850 mm.
Árið 1976 var hafin framleiðsla
á 424-seríunni sem var milligerð.
Síðan komu fram U 1000, U 1.300/L,
U 1500 og flaggskipið U 1700/L,
sem var með 169 hestafla vél. Þarna
stendur L fyrir mikið hjólahaf eða
„Long wheelbase“. Fleiri gerðir voru
einnig hannaðar: U 600/L, U 900 og
U 1100/L.
Athygli vakti að allar gerðir
Unimog frá 1976 voru með
diskabremsum og var Unimog þar
sagður vera mörgum árum á undan
öðrum hvað slíkan bremsubúnað í
trukkum varðar.
Bíll númer 200 þúsund af
færibandinu árið 1977
Á árinu 1977 rann 200 þúsundasti
Unimog-bíllinn af færibandinu. Á
árinu 1980 var framleiðslu svo hætt
á U404-gerðinni.
Á árinu 1985 komu fram tvær
nýjar gerðir, önnur léttbyggð af
gerðinni 407 og svo 427 sem var
millistærðarbíll. Á árinu 1988 var
framleiðslu hætt á 406-gerðinni og
einnig á 427-bílnum.
Nýtt „létt“ módel af Unimog kom
fram á sjónarsviðið árið 1992. Það
voru U90, sem byggði á 408-seríunni,
U110 og U140. Þessir bílar voru
með nýrri hönnun á húsi. Voru þeir
með innbyggðri loftþjöppu þar sem
hægt var að pumpa í dekkin á ferð,
eins og íslenskir jeppamenn þekkja
vel í dag. Þá voru þeir einnig með
skriðvörn og vélin í U90 var fengin í
fólksbílalínu Benz. Einnig var boðið
upp á „Servolock“-glussatengibúnað.
6x6 Unimog og teppalagði
lúxusvagninn Funmog
Árið 1993 kom fram þriggja öxla
Unimog U 2450 L 6x6 með drifi á
öllum hjólum. Árið 1994 smíðaði
Unimog tólf lúxuseintök sem nefnd
voru „Funmog“. Voru þessir vagnar
teppalagðir í hólf og gólf og með
leðursætum og kostuðu þá frá 150.000
þýskum mörkum (DM).
Árið 1966 var hafin framleiðsla
á UX100-bílnum, sem hannaður
var sérstaklega til að geta ekið á
gangstéttum og á göngustígum. Þessi
framleiðsla var síðan seld til HACO,
sem sérhæfði sig í slíkum tækjum.
Framleiðslan flutt frá Gaggenau
Glæný gerð af Unimog, svokallað
UGN-módel, kom fram árið 2000.
Voru þá kynnt til sögunnar UGN/405:
U300/U400/U500. Árið 2002 var
framleiðslan á Unimog flutt frá
Gaggenau til Mercedes-Benz-LKW-
Montagewerks í Wörth am Rhein, en
þar var stærsta vörubílaverksmiðja
í Evrópu. Í framhaldinu voru kynnt
U3000-U5000 módelin (437.4).
Svarta útgáfan
„Unimog U 500 Black Edition“
Í desember 2005 var kynnt á
bílasýningunni Dubai Motor Show
„Unimog U 500 Black Edition“ sem
sérstaklega var hannaður fyrir ríka
íbúa Persaflóaríkjanna. Var þar byggt
á svipaðri hugmynd og komu fram
með Funmog.
Frá 2006 hefur Unimog verið
framleiddur með „BlueTec“-
eldsneytiskerfi til að standast
æ strangari mengunarstaðal
Evrópusambandsins. Á IAA-
atvinnubílasýningunni 2006 var kynnt
U20-gerðin sem fór í framleiðslu
2007. Það sem vakti einna mesta
athygli við þennan bíl var að búið
var að sníða húddið af að mestu frá
því sem var á hefðbundnum Unimog.
Heildarþyngd á þessum bíl var 7,5 til
8,5 tonn og sporvídd 2.700 mm.
Sannkallað fjölnotatæki
Í dag er UNIMOG vegna fjölhæfni
sinnar einkum vinsæll hérlendis í
þjónustu sveitarfélaga, verktaka og
orkufyrirtækja. Hægt er að fá þessa
bíla með mjög fjölbreyttan búnað,
eins og slökkvibúnað, snjótennur,
snjóblásara, mokstursskóflu,
krana, gröfu, götusópa, sláttuvélar
og fjölmörg önnur tæki, eins og
vélbyssur. Mercedes-Benz Unimog
er nú fáanlegur með fjögurra og
sex strokka vélum frá 156 til 354
hestöflum.
Þýtt og endursagt/HKr.
Unimog var upphaflega hannaður sem
sambland af dráttarvél og fjölnota bíl
Unimog af árgerð 1947 á safni í Þýskalandi.
Sérstæður drifbúnaður út í hjól hefur
alla tíð einkennt Unimog.
Einkennismerki Uni-
mog áður en Benz
yfirtók starfsemina
árið 1951.
Unimog af árgerð 2013 með tvöföldu húsi.
Önnur sérhæfð útgáfa af Unimog árgerð 2013.
Fjölhæfur Unimog hjá þýska hernum.
Unimog 2014 með einföldu húsi.