Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 32

Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 Viðburðir og hátíðir í sumar á landsbyggðinni Heiti hátíðar Hvenær Reykjanes Reykjanesbær Þjóðhátíðarskemmtun á Tjarnargötutorgi. Skrúðganga frá kirkjunni kemur á staðinn kl. 14.00 og þá hefst hátíðar- dagskrá. 17. júní Grindavík Jónsmessuganga Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins. Gangan hefst kl. 20.30 og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur. Gengið verður upp á fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður. 22. júni Vesturland Snæfellsnes Er rebbi heima? Farið verður að refgreni með leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar kl. 14.00. Staðsetning auglýst þegar nær dregur á fésbókarsíðu þjóðgarðsins. Nánar á www.ust. is/snaefellsjokull. 15. júní Búðir, Snæfellsnesi Dagur villtra blóma – Nytjar og þjóðsögur tengdar jurtum. Sunnudaginn 16. júní er norrænn dagur villtra blóma. Af því tilefni er blóma skoðunar- ferð í plöntu friðlandinu Búðarhrauni. Nánari á www. ust.is/snaefellsjokull. 16. júní Snæfellsnes Sólstöðuganga á Hreggnasa. Hreggnasi sem er 469 m á hæð er auðfarin þó nokkkuð sé á fótinn á leið upp. Nánari á www.ust.is/snaefellsjokull. 21. júní Vestfirðir Ísafjörður Við Djúpið tónlistarhátíð. Á 10 árum hefur tónlistar- hátíðin Við Djúpið skipað sér í fremstu röð tónlistarviðburða landsins. 18.-23. júní Reykhólahreppur Gengið um sveit. Útivistar- helgi í Reykhólahrepp. Frekari upplýsingar er að finna á www.visitreykholahreppur. is og á Facebook-síðu helgarinnar, Gengið um sveit – Reykhólahrepp. 21.-23. júní Norðurland vestra Húnaþing vestra Sumarhátíðin Bjartar nætur- fjöruhlaðborð. Frá byrjun hefur þessi hátíð verið vegleg matar- og menningarveisla, þar sem húsfreyjurnar á Vatnsnesi leitast við að halda gamalli matarhefð á lofti. Hamarsbúð á Vatnsnesi er á facebook. 22. júní Skagafjörður Jónsmessuhátíð á Hofsósi. Nánar á www.visit- skagafjordur.is. 22.-23. júní Skagafjörður Lummudagar. Héraðshátíð sem íbúar vítt og breitt í Skagafirði taka þátt í. Allar upplýsingar um hátíðina á www.facebook.com/ lummudagar. 27.-30. júní Skagafjörður Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal. Hátíðin verður nú haldin í fimmta sinn en dagskrá hátíðarinnar er jafnan lífleg og samanstendur m.a. af tónlist, dansi og fræðslu. Nánar á www.visit- skagafjordur.is. 27.-30. júní Norðurland eystra Akureyri Bíladagar 13.-16. júní Akureyri Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní Akureyri Flugdagur 22. júní Akureyri Arctic Open golfmót 27.-29. júní Ólafsfjörður Blue North Music Festival. Hátíðin er elsta blúshátíð landsins, en hún er haldin í 14. skipti í ár. 27.-29. júní Austurland Fljótsdalshérað Vegareiði-rokktónleikar í Bragganum 8. júní Fljótsdalshérað Hunter Class 8. júní Fljótsdalshérað/ Egilsstaðir/ Fellabær Bjartur í byggð. Rathlaup um Egilsstaði og Fellabæ. 15. júní Fljótsdalshérað/ Egilsstaðir Þjóðhátíðardagurinn 17. júní Fljótsdalshérað Skógardagurinn mikli. Fjölskylduhátíð í Hallormsstaðarskógi. Upplýsingar á www.skogar- bondi.is. 22. júní Fljótsdalshérað Samhliða þrautakeppni. Mótið fer fram á svæði Skotfélags Austurlands í Eyvindarárdal á Fljótsdalshéraði. Upplýsingar á www.skaust.net. 22. júní Fljótsdalshérað/ Egilsstaðir Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi í 25 ár. Elsta djasshátíð landsins. Nánari upplýsingar á www.jea.is. 26.-29. júní Suðurland Árborg Kótelettan 2013. Bæjar-, fjöl- skyldu- og tónlistarhátíð sem haldin er af EB kerfum. Nánari upplýsingar á www. kotelettan.is. 7.-9. júní Vestmannaeyjar Pæjumótið í fótbolta 12.-15. júní Árborg 17. júní í Árborg 17. júní Eyrarbakki Jónsmessuhátíðin er haldin á Eyrarbakka í kringum Jónsmessuna ár hvert. 22. júní Hveragerði Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ 22.-23. júní Vestmannaeyjar Peyja Shellmót í fótbolta 26.-29. júní Heimild: ja.is Rétt er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Hann er m.a. unninn upp úr gögnum frá ja.is.! Menningarveisla Sólheima 2013 býður upp á fjölþætta dagskrá Menningarveislan var formlega opnuð laugardaginn 1. júlí í Skógræktarstöðinni. Þar fræddi Ágúst Friðmar Backman fólk um ormaskoðun og hvernig ormar eru notaðir við moltugerð. Í dag, fimmtudaginn 6. júní, kl. 18.00 kynnir Paulo Bessa líf- fræðingur og sápugerðarmaður, lífræna sápugerð í Grænu könnunni. Þar kynnir hann fyrir gestum þær jurtir og jurtavörur sem eru framleiddar á Jurtastofu Sólheima. Veislan heldur svo áfram laugardaginn 15. júní. kl. 15.00 í Sesseljuhús. Þá hefst ljósmyndakeppni sem stendur til 1. ágúst. Þá kennir Pétur Thomsen ljósmyndari grunnatriði í ljósmyndun. Laugardaginn 22. júní kl. 15.00 verður dagskrá í Sesseljuhúsi sem nefnd er „Jarðstraumar í heima- húsum“. Þar fræðir Bryndís Pétursdóttir jarðstraumakönnuður gesti um áhrif jarð- og rafstrauma í híbýlum, á heilsu fólks og til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að minnka áhrif þeirra. Laugardaginn 29. júní kl. 15.00 heldur Erlendur Pálsson býflugnabóndi kynningu á býflugnarækt í Sesseljuhúsi. Þar mun hann sýna býflugnabú sitt á Sólheimum. Fimmtudaginn 4. júlí kl. 18.00 verður kynning á jurtalitun í Grænu könnunni. Þar mun Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjalla um sögu og aðferðir jurtalitunar á Íslandi og leiða stutta göngu í leit að litunarjurtum . Laugardaginn 13. júlí kl. 15.00 verður fjallað um álfa og huldufólk í Sesseljuhúsi. Þar mun sjáandinn Ragnhildur Jónsdóttir fræða gesti um álfaheima og orku í íslenskri náttúru. Fimmtudaginn 18. júlí kl. 18.00 heldur Kristinn Þorsteinsson garðyrkjufræðingur kynningu á garðyrkju í sumarbúastaðalöndum. Verður kynningin í Grænu könnunni. Laugardaginn 20. júlí kl. 15.00 verður fjallað um myglusveppi í heimahúsum í Sesseljuhúsi. Þar heldur Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir kynningu á myglusveppum í heimahúsum og fræðir fólk um hvað er til ráða þegar sveppur skýtur upp kollinum. Laugardaginn 3. ágúst kl. 15.00 verður í Sesseljuhúsi fjallað um hagnýtingu íslenskra jurta. Hildur Hákonardóttir, höfundur hinnar vinsælu handbókar Æti- garðurinn, fjallar um hvernig hægt er að nýta og njóta gróðurs, bæði þess villta og þess sem ræktaður er. Laugardaginn 10. ágúst kl. 15.00 verður „Lífræni dagurinn og sveppatínsla“ í Grænu könnunni. Þar fjallar Michele Rebora sveppaáhugamaður um tínslu og vinnslu íslenskra matsveppa. Einnig heldur Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur fyrirlestur um lífræna og lífeflda ræktun. Menningarráð Suðurlands og Íslandsbanki eru aðalstyrktaraðilar Menningarveislu Sólheima 2013. Menningarveisla á Sólheimum í allt sumar Protexin vörurnar · Styrkja meltinguna · Styrkja þarmaflóruna · Styðja rétt sýrustig í maga Henta einstaklega vel fyrir hross · undir miklu álagi td í keppni, sýningum og við flutninga · sem eru gjörn á að fá hrossasótt · við sýklalyfjagjöf býður upp á úrval náttúrulegra bætiefna með flórubætandi gerlum fyrir hross á öllum aldri. Fæst hjá dýralæknum um land allt. Sjá nánar á www.protexin.com

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.