Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 Yanmar 3,9 tonna belta grafa og 800 kg beltavagn á lager. FG Wilson rafstöðvar 33 til 110 kva á lager. Koma opnar eða í hljóðeinangrun og með sjálfvirknibúnaði. Önnumst einnig uppsetningar og við- haldsviðgerðir. Mase Generators rafstöðvar á lager frá 5 kw, 1 og 3ja fasa. Kaeser-loftpressur eru þýsk gæðavara. Útvegum bæði nýjar og notaðar dregnar pressur 7-14 bör. Tsurumi Pump eru japanskar gæða dælur fyrir verktaka, skolpkerfi, fiskverkanir og sem dælur í aðgerðarrými á fiskiskipum. Linser-gúmmíbelti og belt- arúllur í flestar gerðir belta- véla. Einnig keðjur, rúllur og stálbelti. Vermeer-trjákurlarar og jarð- vegssagir fyrir lagnavinnu. Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum opnaður á ný: Slow Food-hugsjón í hávegum – ferskt og gott hráefni af Suðurlandi Mamman Katrín Gísladóttir, sem sér um kryddjurtirnar, Gísli Matthías y r- kokkur og systir hans Indíana sem er framkvæmdastýra Slippsins. Á síðasta sumri var í Vestmanna- eyjum starfandi Veitingastaðurinn Slippurinn, í húsnæði sem áður fyrr hýsti Vélsmiðjuna Magna og gamla slippinn. Staðnum var lokað yfir vetrartímann en dyrnar hafa nú verið opnaðar að nýju. Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur á staðnum, en hann hefur vakið athygli sem ein af vonarstjörnum ungra matreiðslumeistara á Íslandi. Hann útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskólanum árið 2011 og var valinn nemi ársins með hæstu einkunn á verklega prófinu. Hann hefur látið að sér kveða í Slow Food Reykjavík og situr þar í stjórn. Fjölskylda Gísla hefur staðið að framkvæmdum og rekstri með honum. Staðnum hefur verið vel tekið af heimamönnum og vönduð vinnubrögð vakið athygli – bæði hvað varðar húsnæðisbreytingarnar en ekki síður vegna þess hvernig ferskt hráefnið er meðhöndlað. „Við náðum ekki að opna fyrr en í byrjun júlí í fyrra þannig að það verður frábært að fá heilt sumar í þetta skiptið,“ segir Indíana, framkvæmdastýra, hönnuður húsnæðisins og systir Gísla. „Fyrir opnun í fyrra fórum við út í mjög tímafrekar framkvæmdir innanhúss. Það varð til þess að opnunin dróst svona á langinn. Við erum samt hæstánægð með að hafa gefið okkur tíma í þetta, því þær gefa staðnum sitt yfirbragð.“ Slow Food-hugsjónin í hávegum höfð Gísli hefur unnið talsvert í mat- seðlinum frá síðasta sumri og hefur sótt sér innblástur víða að. Hann notaði veturinn í að ferðast um sunnanverða Evrópu og var lengst af í Frakklandi. „Það er svo nauðsynlegt fyrir alla sem sinna þessu starfi af ástríðu að sækja sér reglulega innblástur og bæta við reynsluna. Það skemmtilega við Slippinn er að koma þangað ferskur á vorin, gera sitt allra besta yfir sumarmánuðina og nýta svo veturinn í önnur störf sem styrkja starf manns á einhvern hátt,“ segir hann. Ég mun fá mest af hráefninu af Suðurlandi, en fyrir utan fiskmetið – sem kemur að mestu leyti héðan úr Eyjum – fáum við blómkál, rótargrænmeti, jurtir, ber og kartöflur mest frá Flúðum, Reykholti og Þykkvabæ. Aðaláherslan verður eftir sem áður á gott fiskmeti, ásamt fersku grænmeti, jurtum og berjum af eyjunni. Uppáhaldshráefni mitt að vinna með er einfaldlega ferskur fiskur. Að pönnusteikja glænýjan fisk á einfaldan hátt með salti, smjöri og ferskum sítrónusafa, það er bara ekkert betra. Þorskur, humar og saltfiskur er alltaf á matseðli og svo bætist fiskur dagsins ofan á það, sem ræðst bara af því hvað veiðist. Lykilatriðið í ferskleika okkar er að nota aldrei fisk sem hefur verið frosinn. Svo finnst mér líka rosalega gaman að nota ferskar kryddjurtir og nota þær á margvíslegan hátt á alla mína rétti, en við ræktum sjálf megnið af þeim – en það er deildin hennar mömmu. Það er mikil Slow Food-hugsjón í veitingastaðnum okkar. Við fáum allt lykilhráefni í kringum okkur. Notum gamlar hefðir í bland við nýjar og kaupum mikið af smáframleiðendum. Við notum bara íslenskt kjöt. Við fáum lambið að norðan frá Húsavík. Enda frábærar kjötafurðir á Norðurlandinu. Síðan fáum við allt sumarið ferskt hrefnukjöt og erum mjög stolt af hrefnusteikinni okkar. Svo er eitt atriði í viðbót sem er okkur mjög mikilvægt. Verðinu á veitingastaðnum er stillt í gott hóf, svo það ættu allir að geta leyft sér að koma og njóta hjá okkur góðs matar í góðu andrúmslofti.“ Gísli segir að það sem hann hafi helst lært af Frökkunum hafi verið að þeir standa með sinni matargerð hvað sem öður líður. „Þeir eru ekkert að reyna að finna upp hjólið þegar kemur að matargerð. Gott hráefni sem vel er matreitt er það sem skiptir mestu máli.“ Sú breyting verður á opnunar- tímanum að lokað verður í hádeginu á virkum dögum. Um helgar verður opið frá hádegi fram yfir miðnætti. /smh Smiðjuvegur 28 200 Kópavogur S. 534 5300 www.impex.is Vélar og tæki frá vönduðum framleiðendum á fínu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.