Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 34

Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 Aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda: Auðvelda þarf bændum að skipta yfir í lífrænan búskap – segir Ragnar Unnarsson, nýr formaður samtakanna Aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda var haldinn í Reykjavíkurakademíunni þann 25. maí sl. Guðfinnur Jakobsson, bóndi i Skaftholti, var á fundinum sæmdur heiðursverðlaunum fyrir störf sín. Á fundinum urðu formannsskipti í samtökunum þegar Ragnar Unnarsson tók við embætti af Svölu Georgsdóttur. Nokkur erindi voru haldin um málefni lífrænnar framleiðslu. Skúli Helgason, fráfarandi alþingismaður, talaði um áætlunina um Græna hagkerfið sem samþykkt var á þingi í vor og hann var í forsvari fyrir. Greindi hann frá því að alls verða samtals fjórir milljarðar settir í verkefnið næstu þrjú árin – þar af einn milljarður nú í ár. Guðfinnur flutti erindi á fundinum um muninn á lífrænni mold, með lifandi köfnunarefnum í jarðveginum, og hins vegar þeirri sem inniheldur dauð köfnunarefni og finna má í kemískum áburði. Ræddi hann reynslu sína af því að hafa náð að gera hrjóstruga jörð frjóa með því að virkja ysta lag jarðvegarins. Hann varð með því frumkvöðull á sínum tíma og hefur nú verið með lífrænt vottaðan búskap í nær 40 ár. Á fundinum talaði einnig Guðrún Hallgrímsdóttir, fulltrúi frá Vottunarstofunni Túni og ræddi um stöðu lífrænna mála á Íslandi. Í máli hennar kom fram að lífræn framleiðsla í landbúnaði hefur staðið í stað á Íslandi síðastliðin ár en vottun á snyrtivörum og öðrum vörum hefur aukist. Skiptir máli hvað ég borða? Nýr formaður segir aðalástæðu þess að hann hafi byrjað í þessum félagsskap vera þá að hann hafi verið að færast í áttina að heilbrigðari lífsstíl og vangaveltur um heilbrigði matarins hafi gerst æ ágengari. „Kannski var það forvitni sem kom mér af stað. Maður fór að spyrja sig spurninga eins og: Er einhver ástæða fyrir því að þessi er heilbrigðari en hinn? Hvað er í matnum? Hvað er ég að borða? Hvað er ég að gefa barninu mínu að borða? Skiptir máli hvað ég borða? Skiptir máli hvað ég borða ekki? Svo þegar Samtök Lífrænna Neytenda voru stofnuð 2011 þá mætti ég fullur áhuga. Það var eitthvað sem sagði mér að þetta hlyti að vera gott – sem hefur síðan komið á daginnað var rétt. Það að borða mat sem hefur ekki verið geislaður eða úðaður með eitri hlýtur að vera betri fyrir mann. Matvælaframleiðsla sem stunduð er með náttúrunni – í samhengi við hana og með sjálfbærni að leiðarljósi – hlýtur að vera jákvæð. Mitt áhugasvið hefur líka verið að færast yfir í lifandi fæðu, hráfæði og svo ofurfæðu eins og t.d. hunang, súkkulaði (hrátt), kókosolíu og svo hamp-prótein – sem eru einhver bestu prótein sem hægt er að komast í.Varðandi kosti kókosolíunnar þá segir sagan að það þurfi allir að eiga þrjár krukkur heima hjá sér; eina í eldhúsið, eina á baðherbergið og svo eina í svefnherbergið. Á undanförnum tveimur árum eða svo hefur komið í ljós að það er ekki allt með felldu í hefðbundinni matvælaframleiðslu, sem dregur mjög úr trú manna á hana. Allt ruglið með iðnaðarsaltið, kadmíummengaðan áburð, hrossakjötsskandallinn, kjötlausu kjötréttirnir, misvísandi innihalds- lýsingar og svo framvegis. Þá virðist standa eftir að borða bara mat sem er lítið unninn og búið að eiga sem minnst við; lífræn fæða virðist þar hitta beint í mark. Ég er greinilega ekki einn um þessa skoðun því það eru nokkur hundruð félagsmenn skráðir í samtökin í dag og yfir 2000 eru á Fésbókarsíðunni – og fer fjölgandi milli mánaða.“ Þriðja starfsár samtakanna „Samtök lífrænna neytenda eru núna að hefja sitt þriðja starfsár. Samtökin eru jákvæður þrýstihópur. Þrýstihópur sem stuðlar að aukinni framleiðslu og neyslu lífrænna vara á Íslandi með velferð almennings, búfjár og verndun umhverfisins að leiðarljósi,“ útskýrir Ragnar. www.gengurvel.is Ég er einn þeirra manna sem tóku þátt í að reyna ProStaminus á sínum tíma og sé ekki eftir því. Ég tók 2 töflur á kvöldmatartíma í einn mánuð. Ég fann smátt og smátt að þvagbunan styrktist til muna og salernisferðum á nóttunni fækkaði verulega. ProStaminus virkaði sem sagt vel á mig en samt sem áður ákvað ég að taka ekki meira inn að sinni. Eftir að ég tók mér hlé fór bunan versnandi og næturferðum á salernið fjölgaði aftur með tilheyrandi svefntruflunum og orkuleysi og þá ákvað ég að hefja aftur inntöku á ProStaminus og árangurinn lét ekki á sér standa. Bunan styrktist strax og salernisferðum á nóttunni fækkaði og ég hef lofað sjálfum mér því að halda áfram að taka ProStaminus því líðanin er miklu betri og árangurinn framar vonum. Pétur Maack Pétursson - 69 ára fyrrum sendibílsstjóri og nú parkinssonsjúklingur PRO STAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN P R E N T U N .IS PRO STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? Þáttaröðin Hið blómlega bú sýnd á Stöð 2 í sumar: Tengt á milli framleiðenda og neytenda Á miðvikudagskvöldum á Stöð 2 í sumar er þáttaröð til sýningar sem heitir Hið blómlega bú. Sýningar hófust þann 15. maí og er fjórum þáttum lokið af átta þegar þetta er ritað. Í þáttunum er matreiðslu- maðurinn Árni Ólafur Jónsson í aðalhlutverki og honum fylgt eftir þar sem hann fótar sig í tilveru sjálfsþurftarbóndans á bænum Árdal í Andakílsárhreppi í Borgarfirði – og kynnist í leiðinni lífi og störfum í sveitinni. Úr hráefnunum eldar hann svo úrvals mat; þar sem grónum íslenskum hefðum er blandað við strauma erlendra eldhúsa. Það eru hjónin Guðni Páll Sæmundsson og Bryndís Geirsdóttir sem eiga heiðurinn af hugmyndinni að þessari þáttaröð. Guðni Páll, sem lærði kvikmyndagerð í Vancouver Film School, leikstýrir þáttunum en Bryndís er framleiðandinn. Þau viðruðu hugmyndina við vin sinn Árna Ólaf [sjá viðtal við hann hér að neðan] eftir áramótin 2012 og þegar hann hafði slegið til – og samþykkt að segja skilið við fínu veitingahúsin í New York – var framleiðslufélagið Búdrýgindi ehf. stofnað utan um verkefnið.“ Tenging milli framleiðenda og neytenda Guðni segir að þau hafi talsvert velt því fyrir sér hvernig veita mætti ókunnugum innsýn í sveitalífið. „Hvatinn var að reyna að tengja betur milli fólksins sem framleiðir afurðir og þess sem nýtur þeirra. Við fengum ýmsar útfærsluhugmyndir áður en við komumst niður á réttu hugmyndina. Skömmu seinna kynntumst við Árna Ólafi í gegn um sameiginlega vinkonu. Árni er viðskiptafræðingur og útskrifaður matreiðslumeistari frá góðum skóla í New York og hefur sama áhuga og við Bryndís á upprunatengingu afurða. Við lifum á mögnuðum tímum. Umskiptin sem kynslóðirnar upplifðu á síðustu öld eru svo stórkostleg að hugsunin nær vart yfir það. Nú er allt í einu komin upp kynslóð á Íslandi, í fyrsta sinn í sögunni, sem hvorki hefur tengsl við landið né grunnatvinnuvegi þess. Það er mikilvægt að í boði sé efni sem kynnir henni hefðbundna atvinnuvegi á aðlaðandi hátt.“ Ekki náðist að fjármagna aðra þáttaröð fyrir vorið þannig að ekki verða upptökur í sumar í Árdal. „Þetta hefur verið mjög þungur róður fjárhagslega, ég held að fáir geri sér grein fyrir handtökunum í kvikmyndagerð,“ útskýrir Guðni. „Við erum afar þakklát samtökunum Beint frá býli, stuðningur þeirra í upphafi skipti sköpum. Það skal ósagt látið hvort við hefðum haldið áfram án þeirra góða innleggi. Menningarsjóður Vesturlands styrkti verkefnið nú á útmánuðum og það var mikil viðurkenning fyrir okkur. Eftir því sem fram miðar og við getum sýnt aðilum efni vonum við að eitthvað glæðist þegar fólk sér efnistökin og áttar sig á metnaðinum sem að baki liggur framleiðslunni. Við áttuðum okkur fljótt á því að það er enginn skortur á umfjöllunarefni í sveitinni. Búskapurinn er fjölbreyttur og aðferðirnar margar. Sökum þess hve fjárhagsaðhaldið var stíft höfum við þurft að forgangsraða vel og ekki komist í að framkvæma góðar hugmyndir. Eins og áður sagði gekk fjáröflun ekki eins vel og við hefðum kosið. Við erum engu að síður mjög stolt af þessari þáttaröð Hins blómlega bús og viljum nýta sumarið og fram á haustið til að fylgja henni eftir. Ætlunin er að fjármagna Hið blómlega bú 2, nú í sumar og haust og náist það fyrir áramótin hefjum við framleiðsluna strax á nýju ári. Árni mun leggja land undir fót og afla sér fróðleiks og þekkingar beggja vegna Atlantshafsins, hann mun svo mæta til leiks fullur andagiftar og snjallra uppskrifta þegar og ef við hefjum tökur að nýju.“ /smh Árdalur í Andakíl. „Vinnan við þættina hefur gengið mjög vel. Við komum okkur fyrir í Árdal í Borgarfirði í maí á síðasta ári og ræktuðum þar myndarlegan matjurtagarð og héldum úti örlitlum búskap. Við vorum til dæmis með mjólkurkú, nokkrar ær, tvö svín og hænur. Við hefðu vart geta fundið okkur betri staðsetningu því fólkið hér í sveitinn hefur tekið okkur opnum örmum og án þeirra hefðu þessir þættir aldrei orðið að veruleika,“ segir Árni matreiðslumeistari um dvölina í Árdal. „Ég hafði litla reynslu af matjurtarækt eða bændastörfum. Var aldrei í sveit þegar ég var yngri en eftir kokkanámið í New York fékk ég tækifæri til að starfa á bóndabæ í Pennsylvaníuríki. Þar vaknaði hjá mér mikill áhugi á að kynnast bændastörfunum betur, vinnsluaðferðum og uppruna hráefnisins sem ég var að vinna með í eldhúsinu dagsdaglega. Þegar Guðni Páll og Bryndís kynntu síðan fyrir mér hugmyndina að þáttunum þá fannst mér vera komið fullkomið tækifæri fyrir mig til að víkka út þekkingu mína og reynslu á þessu sviði. Það sem kom mér mest á óvart hvað það er mikill fjölbreytileiki hér í sveitinni og hversu miklir möguleikar eru fyrir hendi til að framleiða fjölbreytt og gott hráefni sem og fullunnar vörur. Möguleikarnir í ylrækt virðast til að mynda óþrjótandi, og margir bændur duglegir að kanna þá og framleiða afbragðs vöru. Ég kynntist meðal annars mjólkurbúskap í Brekkukoti, kornrækt í Ásgarði, grænmetisrækt í Sólbyrgi og býflugnarækt í Rauðsgili. Ég var sífellt að rekast á eitthvað hér í sveitinni sem kom mér á óvart og mig hafði einhvern veginn aldrei grunað að sveitin væri svona fjölskrúðug. Það eru greinilega miklir möguleikar fyrir hendi hér á landi og mér finnst nauðsynlegt að ýtt sé undir frumkvöðlastarfsemi í sveitum landsins. Ég er mjög heppinn að fá þetta tækifæri til þess að upplifa íslenska sveit frá fyrstu hendi og ég er enn að meðtaka allt það sem ég hef lært. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ræktaði minn eigin matjurtagarð og ég get vart lýst því hversu gefandi og skemmtilegt það var. Það jafnast ekkert á við grænmeti sem maður ræktar sjálfur. Það var líka upplifun að halda sín eigin húsdýr og þá sérstaklega grísina tvo. Öll þessi reynsla sem ég hef aflað mér síðastliðið ár mun svo sannarlega nýtast mér í framtíðinni. Þegar við byrjuðum þáttagerðina höfðum við mikinn á huga á að kynnast íslensku sveitinni, íslensku hráefni og íslenskri matarmenningu. Fyrir mér snýst eldamennska ekki eingöngu um það sem gerist í eldhúsinu heldur einnig um það að þekkja hráefnið sem unnið er með, sögu þess og möguleikana sem eru fyrir hendi í sveitinni í kringum mann. Mér finnst mikilvægt að það sé borin virðing fyrir hráefninu, gæðum þess og fólkinu sem sér um að framleiða það auk þess að viðhalda gömlum vinnsluaðferðum sem byggja á að nýta allt hráefni til fullnustu. Það er mjög spennandi að læra hvernig forfeðurnir okkar fóru með hráefnið af þekkingu og skilningi. Ég lærði franska matargerð við The French Culinary Institute í New York en áhugi minn liggur mest í að elda úr því hráefni sem er mér næst hverju sinni, nýta það til fullnustu og elda frá grunni en nýta mér aðferðir og uppskriftir hvaðanæva að. Ærkjöt er til dæmis hráefni sem ég hafði ekki áður unnið með og kom mér skemmtilega á óvart. Það er tilvalið pottrétti og frábært í ítalska kjötsósu eða ragú. Einnig þykir mér gaman að búa til mitt eigið skyr, baka brauð úr korni úr sveitinni, búa til pulsur úr alvöru görnum, þurrka sveppi sem ég hef tínt sjálfur og gera mitt eigið pasta, svo dæmi séu tekin. “ /smh „Ærkjötið kom skemmtilega á óvart“ Árni gerir ítalskan ricottaost úr íslensku mjólkinni.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.